Enski boltinn

Babel biðst afsökunar á Twitter-væli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hollendingurinn Ryan Babel, leikmaður Liverpool, fór sömu leið og margir íþróttamenn í Bandaríkjunum og vældi á samskiptasíðunni Twitter því hann var ósáttur.

Babel „twittaði" um að hann væri ekki í leikmannahópi félagsins gegn Stoke en hefur nú beðist afsökunar.

„Hann kom á skrifstofuna mína og baðst afsökunar," sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool.

„Hann veit að hann gerði mistök og málið er nú úr sögunni. Ég þarf ekki að tala meira um þetta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×