Enski boltinn

Flamini sagður vera á leið til Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Flamini hér með Arsenal gegn Milan sem hann er á mála hjá í dag. Nú er hann sagður á leið aftur til Englands.
Flamini hér með Arsenal gegn Milan sem hann er á mála hjá í dag. Nú er hann sagður á leið aftur til Englands.

Sky-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að AC Milan ætli sér að lána miðjumanninn Mathieu Flamini til Man. City út þessa leiktíð.

Roberto Mancini, stjóri City, hefur mikið verið að reyna fyrir sér á leikmannamarkaðnum á Ítalíu en með takmörkuðum árangri hingað til.

Flamini hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Leonardo, þjálfara Milan, og vill komast til félags þar sem hann fær að spila.

Hann ætti ekki að vera í miklum vandræðum með að aðlagast enska boltanum enda lék hann með Arsenal á árunum 2004-08.

 

 

AC Milan greindi frá því seinni partinn að engin tilboð hefðu borist í leikmanninn en lokaði síður en svo hurðinni á að lána miðjumanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×