Enski boltinn

Redknapp enn að reyna við Nistelrooy

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur ekki gefið upp alla von um að fá Hollendinginn Ruud Van Nistelrooy í raðir félagsins. Redknapp vill fá Nistelrooy lánaðan frá Real Madrid.

Hinn 33 ára gamli Hollendingur hefur einnig verið orðaður við Liverpool og Stoke.

„Ef það er hægt að fá hann lánaðan þá er það eitthvað sem við viljum endilega skoða," sagði Redknapp.

Spurs er enn fremur að reyna að selja Roman Pavlyuchenko frá félaginu en hann hefur nánast engin tækifæri fengið í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×