Handbolti

Þjálfari Frakka: Kraftaverk að við skyldum ná stigi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Onesta var ekki kát eftir leik í gær.
Onesta var ekki kát eftir leik í gær.

Ungverjar komu geysilega á óvart á EM í gær er liðið var næstum búið að vinna heims- og Ólympíumeistara Frakka.

Í raun voru Frakkar stálheppnir að ná stigi og þjálfari Frakka, Claude Onesta, fór ekkert í grafgötur með það.

„Þetta var virkilega erfiður leikur og það er kraftaverk að við höfum náð stigi. Ég hrósa Ungverjum með frábæra frammistöðu í þessum leik en þeir áttu skilið að vinna leikinn," sagði Onesta.

Istvan Csoknayi, þjálfari Ungverja, var eðlilega kátur með sitt lið.

„Okkur fannst við eiga meira skilið en eitt stig úr þessum leik. Það er erfitt að læra hvernig eigi að vinna svona jafna leiki en við erum að læra og munum búa að þessari reynslu," sagði Csoknayi.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×