Handbolti

Óli Stef.: Hver og einn þarf að hugsa um sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Ólafur í leiknum í gær.
Ólafur í leiknum í gær. Mynd/Leena Manhart

Ólafi Stefánssyni leist vel á ástand manna eftir jafnteflið gegn Serbíu í gær og fyrir leikinn gegn Austurríki á EM í handbolta á morgun.

„Við funduðum í morgun þar sem við horfðum á leikinn og punktuðum niður það sem gerðist. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við rekumst á hindrun og nú þurfum við að vinna í því að leiðrétta okkur. Nú þarf fyrst og fremst hver og einn að hugsa um sig og hvernig hann getur bætt sig."

Hann sagði að það hafi verið margt jákvætt við sóknarleik íslenska liðsins í gær.

„Ég hefði þó mátt nýta mín færi betur sem og einstaka hraðaupphlaup. Annars fannst mér sóknarleikurinn í nokkuð föstum skorðum næstum allan leikinn."

Ólafur hlakkar einnig til að takast á við Austurríkismenn á morgun en þar æskufélagi hans, Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari.

„Dagur er með margt upp í erminni og þekkir okkur eins og lófann á sér. Það varður því forvitnilegt að sjá rimmu þeirra þjálfara, Dags og Gumma, og hvernig þeir munu spila úr þeim aðstæðum sem koma upp í leiknum."

„En það sem liggur fyrir núna er að hver leikmaður þarf að fara inn í sig og svo sjáum við hvernig þetta birtist í leiknum á morgun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×