Handbolti

Guðjón Valur: Lífið heldur áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö af níu mörkum sínum í fyrri hálfleik.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö af níu mörkum sínum í fyrri hálfleik. Mynd/Leena Manhart
„Ég er enn sami maður að innan og ég var fyrir leikinn. Þetta var vissulega óþarfi að svona fór en lífið heldur áfram,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson eftir jafntefli við Serba í kvöld.

„Við getum í raun bara sjálfum okkur um kennt hvernig fór fyrir okkur. Við höfðum fullt af tækifærum til að klára þennan leik og það var leiðinlegt að það tókst ekki.“

„Maður getur sett sér takmörk og markmið en staðreyndin er sú að maður þarf samt alltaf að spila næsta leik. Það er sama hvort þessi leikur hefði unnist eða taast þá bíður alltaf næsti leikur og nú er komið að Austurríki.“

„Það er ákveðin kúnst fólgin í því að gíra sig upp í leiki, gíra sig svo niður eftir þá til þess að getað gírað sig upp í næsta leik. Sérstaklega á svona mótum þar sem er mikill hasar og maður fær mikla athygli.“

„Við getum lært ýmislegt af leiknum í dag. Við erum sjálfum okkur verstir og náðum aldrei að hrista Serbana af okkur. Mér fannst einbeitinginn og viljinn í góðu lagi hjá leikmönnum en kannski var smá stress og eftirvænting sem sat í okkur í leiknum.“

„Ég er viss um að allir gerðu sín mistök í leiknum í kvöld sem þeir hefðu viljað koma í veg fyrir. Nú þurfum við bara að skoða þau mistök og læra af þeim.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×