Handbolti

Ólafur: Látum þetta efla okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Ólafur Stefánsson í leiknum í kvöld.
Ólafur Stefánsson í leiknum í kvöld. Mynd/Leena Manhart
Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði segir það vont að hafa tapað stigi eins og liðið gerði gegn Serbum á EM í handbolta í kvöld.

Ísland var með góða stöðu í leiknum en missti hann í jafntefli á lokamínútum leiksins. Lokatölur voru 29-29.

„Það er alltaf leiðinlegt að tapa stigi, sérstaklega þegar maður sjálfur er að hluta til ábyrgur fyrir því. Ég var ekki að nýta færin mín nógu vel og það voru líka aðrir hlutir sem voru ekki nógu góðir."

„Varnarleikurinn þarf að vera stöðugri og það vantaði upp á markvörsluna fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni hálfleik eftir að Björgvin hafi verið mjög góður í þeim fyrri."

„En það er nóg eftir af mótinu. Við þurfum að láta þessa niðurstöðu efla okkur enda ekkert annað í boði fyrir okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×