Enski boltinn

Carlos Tevez tryggði City 2-1 sigur á United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Carlos Tevez fagnar öðru marka sinna í kvöld. Mynd/AFP
Carlos Tevez skoraði bæði mörk Manchester City og tryggði sínu liði 2-1 sigur á gömlu félögunum í Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins á Eastlands, heimavelli Manchester City í kvöld.

Manchester United fékk fjölda færi í seinni hálfeik til að jafna leikinn en boltinn vildi bara ekki inn í markið. Shay Given, markvörður Manchester City, átti þarna enn einn stórleikinn.

Ryan Giggs kom Manchester United í 1-0 eftir 17 mínútna leik með sínu fyrsta marki í Manchester-slag síðan árið 1996. Shay Given varði skot frá Wayne Rooney en Gigg fylgdi vel á eftir og skoraði af stuttu færi.

Carlos Tevez jafnaði úr umdeildri vítaspyrnu á 43. mínútu. Vítaspyrnan var dæmd á Brasilíumaninn unga Rafael da Silva fyrir að toga í treyju Craig Bellamy. Leikmenn United voru allt annað en ánægðir með dóminn og markvörðurinn Ewvin van der Saar fékk meðal annars gult fyrir mótmæli.

Carlos Tevez skoraði síðan sigurmark City á 65. mínútu og aftur skoraði þessi fyrrum leikmaður United umdeilt mark. Tevez skoraði markið með skalla eftir sendingu Vincent Kompany í kjölfarið á pressu eftir umdeilda hornspyrnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×