Handbolti

Spánverjar fóru létt með Tékka og Pólverjar unnu Þjóðverja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Iker Romero lék vel fyrir Spánverja í dag.
Iker Romero lék vel fyrir Spánverja í dag. Mynd/AFP

Fyrstu leikjum riðlanna í Evrópukeppninni í handbolta í Austurríki er nú lokið. Spánverjar sýndu fá veikleikamerki í tólf marka sigri á Tékkum en Þjóðverjar töpuðu hinsvegar fyrir Pólverjum. Íslenska landsliðið vann bæði þessi lið í undirbúningsleikjunum.

Spánverjar voru greinilega búnir að jafna sig á tapinu fyrir Íslendingum um helgina þegar þeir unnu tólf marka sigur á Tékkum, 37-25. Spánverjar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 17-10. Iker Romero skoraði 14 mörk úr aðeins 18 skotum hjá Spáni (8 af 8 í vítum) en Filip Jicha var markahæstur Tékka með átta mörk.

Pólverjar unnu tveggja marka sigur á Þjóðverjum, 27-25. Pólverjar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 12-8 en Þjóðverjar sóttu að þeim í seinni hálfleik. Karol Bielecki, stórskytta úr Íslendingaliðinu Rhein-Neckar Löwen var markahæstur Pólverja með 6 mörk en markvörðurinn Slawomir Szmal var besti maður liðsins. Lars Kaufmann skoraði mest 7 mörk fyrir Þjóðverja og Johannes Bitter varði vel í markinu.

Rússar unnu fjögurra marka sigur á Úkraínumönnum 37-23 eftir að hafa verið með yfirburðarstöðu lengstum í fyrri hálfleik og fimm marka forskot í hálfleik, 21-16. Konstantin Igropulo skoraði 11 mörk fyrir Rússa og Alexey Rastvortsev var með 9 mörk. Sergii Burka skoraði mest fyrir Úkraínu eða 9 mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×