Enski boltinn

Gerrard: Hver býr eiginlega til þessar sögur?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir ekkert hæft í þeim sögum að hann hafi lent í rifrildi vð Rafa Benitez, stjóra félagsins.

Sagan af meintu rifrildi þeirra í hálfleik í leiknum gegn Reading flaug fljótt af stað og töldu einhverjir að Gerrard myndi yfirgefa félagið í kjölfarið.

Fyrirliðinn hlær að þessum sögusögnum sem hann segir ekki vera sannar.

„Ég er búinn að heyra margar útgáfur af sömu sögunni, þær eru allar jafn glórulausar," sagði Gerrard.

„Ég hefði gaman af því að vita hver færi af stað með svona sögur því sá hinn sami hefur afar frjótt ímyndunarafl. Það gerðist nákvæmlega ekki neitt. Ef einhver heldur samt að þessar sögur komi mér úr jafnvægi þá þarf sá hinn sami að endurskoða sín mál. Ef eitthvað er þá þjappa svona sögur mönnum saman. Við höfum þess utan hlegið mikið af þessu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×