Fleiri fréttir

Logi: Vildi spara skotin fyrir EM

Það vakti athygli að Logi Geirsson skaut afar lítið á mark andstæðingsins í æfingaleikjum íslenska landsliðsins fyrir EM sem hefst í Austurríki í dag.

NBA: Lakers lagði Orlando

Liðin sem spiluðu til úrslita í NBA-deildinni í fyrra, LA Lakers og Orlando Magic, mættust í nótt og niðurstaðan varð sú sama - Lakers vann.

Liverpool og Milan berjast um Jovanovic

Það stefnir allt í harða baráttu um þjónustu serbneska varnarmannsins hjá Standard Liege, Milan Jovanovic. Bæði AC Milan og Liverpool hafa mikinn áhuga á leikmanninum.

Logi Geirsson: Minna hlutverk en áður

Logi Geirsson segist vera orðinn heill af meiðslum sínum og að hann geti beitt sér að fullu í leik Íslands og Serbíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar á EM í handbolta á morgun.

Guðjón Skúlason: Ég er hrikalega ánægður með þetta

Guðjón Skúlason stýrði Keflvíkingum til glæsilegs 20 stiga sigurs á Njarðvíkingum í átta liða úrslitum Subwaybikars karla í kvöld á móti hans gamla þjálfara Sigurði Ingimundarsyni en Sigurður þjálfar nú Njarðvík.

Keflvíkingar komnir í undanúrslit Subwaybikarsins eftir stórsigur

Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Subwaybikars karla eftir tuttugu stiga sigur á nágrönnum sínum úr Njarðvík, 93-73, í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar höfðu mikla yfirburði allan leikinn og verða í pottinum ásamt Grindavík, ÍR og Snæfelli þegar dregið verður á miðvikudaginn.

Aron Pálmarsson: Ég er 100 prósent

„Ég var að æfa í fyrsta skipt í dag síðan ég meiddist og ég er orðinn 100 prósent góður af þeim,“ sagði Aron Pálmarsson eftir æfingu íslenska landsliðsins í Linz í dag.

Keflvíkingar að rassskella Njarðvíkinga í fyrri hálfleik

Keflvíkingar eru að fara illa með nágranna sína í Njarðvík í stórleik átta liða úrslita Subwaybikars karla í körfubolta en lið mætast í Toyota-höllinni í Keflavík í kvöld. Keflavík hefur 21 stigs forskot í hálfleik, 51-30, og er komið með annan fótinn í undanúrslitin.

Ronaldinho er besti leikmaður heims

Hinn brasilíski þjálfari AC Milan, Leonardo, er afar ánægður með landa sinn, Ronaldinho, sem hefur blómstrað í búningi Milan í vetur.

Knudsen klár í slaginn

Danski línumaðurinn Michael Knudsen er orðinn leikfær fyrir EM í Austurríki en hann hefur átt við hnémeiðsli að stríða.

Stórleikur í körfunni í kvöld

Vikan byrjar með látum í Reykjanesbæ því það verður sannkallaður stórleikur í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld.

Guðmundur: Aron og Logi klárir

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sagði eftir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í dag að þeir Aron Pálmarsson og Logi Geirsson væru báðir klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Serbum á morgun.

Halldór Hermann búinn að framlengja við Framara

Halldór Hermann Jónsson er búinn að framlengja við Framara til ársins 2011 en hann hefur spilað vel á miðju Framliðsins undanfari tvö tímabil eftir að hafa komið frá Fjarðabyggð fyrir sumarið 2008.

Essien verður lengi frá

Landslið Ghana og Chelsea urðu fyrir miklu áfalli í dag þegar það varð ljóst að miðjumaðurinn Michael Essien spilar ekki fótbolta næstu vikurnar vegna hnémeiðsla.

Henry ekki refsað

Aganefnd alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, ákvað á fundi sínum í dag að refsa ekki Thierry Henry fyrir óheiðarlegan leik gegn Írum.

Guðmundur: Landin kannski betri en Hvidt

Daninn Niklas Landin þykir efnilegasti markvörður Dana og þrátt fyrir ungan aldur eru margir sem vilja meina að hann eigi að taka stöðu aðalmarkvarðar danska landsliðsins í stað hins margreynda Kasper Hvidt.

Leikmenn bera mikla virðingu fyrir Degi

Patrick Fölser, einn lykilmanna austurríska landsliðsins í handbolta, segir að Dagur Sigurðsson hafi verið mikill happafengur fyrir liðið.

Button bjartsýnn með McLaren

Heimsmeistarinn Jenson Button gekk til liðs við McLaren eftir að hafa unnið titilinn með Brawn í fyrra. Hann kann vel við sig hjá nýju liði og ekur með Lewis Hamilton.

Diouf ánægður á Old Trafford

Senegalinn Mame Biram Diouf, sem gárungarnir eru farnir að kalla svarta Solskjær, skoraði sitt fyrsta mark fyrir Man. Utd um helgina.

Svíar unnu Norðmenn

Um helgina lögðu bæði Svíar og Norðmenn lokahöndina á undirbúninginn fyrir EM í Austurríki sem hefst á morgun. Liðin mættust í æfingaleik og höfðu Svíar betur, 32-28.

Verkefni Schumachers ekki auðvelt

Gamla Formúlu 1 kempan Stirling Moss telur að verkefni Michaels Schumachers verði ekki auðvelt, þegar hann mætir aftur til leiks í Formúlu 1.

Lampard: Verðum að halda Cole

Frank Lampard segir að forráðamenn Chelsea verði að gera allt sem þeir geta til þess að halda Joe Cole áfram hjá félaginu.

Þýskir tvíburar dæma leik Íslands

Þýsku tvíburabræðurnir Bernd og Reiner Methe munu dæma viðureign Íslands og Serbíu á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem hefst í Austurríki á morgun.

Eigum að vera grófir

Leikstjórnandinn austurríski, Vitas Ziura, telur að möguleikar Austurríkismanna á EM í handbolta sem hefst á morgun felist í að vera eins grófir og dómararnir leyfa.

Aðgerð Torres heppnaðist vel

Hnéaðgerð Fernando Torres, framherja Liverpool, um helgina heppnaðist vel og er búist við honum á völlinn á nýjan leik eftir sex vikur.

Henry mætir aganefnd FIFA

Thierry Henry gengur á fund aganefndar FIFA í dag en þá verður honum gert að útskýra mál sitt varðandi markið fræga er kom Frökkum á HM. Eins og kunnugt er lagði Henry boltann fyrir sig með hendinni áður en hann lagði upp markið.

NBA: Toronto skellti Dallas

Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Toronto lagði Dallas og Denver vann góðan sigur á Utah Jazz.

Ronaldinho með þrennu fyrir AC Milan

Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði þrennu fyrir AC Milan þegar liðið vann 4-0 sigur á Siena í ítölsku deildinni í dag. AC Milan minnkaði forskot nágrannanna í Inter í sex stig með þessum góða sigri en Inter náði aðeins 2-2 jafntefli á móti Bari á laugardaginn.

Grindavík áfram en það þarf að framlengja í Hólminum

Grindavík tryggði sér sæti í undanúrslitum Subwaybikars karla í körfubolta með 96-86 sigri á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld. Grindavík er því komið áfram eins og ÍR en það þurfti hinsvegar að framlengja leik Snæfells og Fjölnis í Stykkishólmi.

Keflavíkurkonur slógu út KR-banana í Hamar

Keflavíkurkonur tryggðu sér sæti í undanúrslitum Subwaybikars kvenna í körfubolta þegar þær unnu sextán stiga sigur á KR-bönunum í Hamri, 86-72, í Toyota-höllinni í Keflavík. Keflavík hafði örugga forustu allan leikinn og sigur liðsins var aldrei í hættu.

Guðmundur henti Ólafi út í djúpu laugina á móti Frökkum

Hinn 19 ára Ólafur Guðmundsson var í aðalhlutverki hjá íslenska landsliðinu á móti Frökkum í úrslitaleik hraðmótsins í Bercy-höllinni í París í dag. Ólafur var markahæstur í íslenska liðinu og sýndi oft á tíðum flott tilþrif í bæði sókn og vörn.

Lionel Messi sá yngsti til að skora hundrað mörk fyrir Barcelona

Argentínumaðurinn Lionel Messi varð í gær yngsti leikmaður Barcelona frá upphafi til þess að ná því að skora hundrað mörk fyrir félagið. Messi skoraði tvö mörk í 4-0 sigri á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í gær og fyrra markið hans í leiknum var númer hundraðasta í aðeins 188 leikjum.

Sjá næstu 50 fréttir