Handbolti

Leikir dagsins á EM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er loksins komið að því að Evrópumeistaramótið í handknattleik hefjist. Átta leikir fara fram í dag og hefst fyrsti leikurinn klukkan 17.00 en það er viðureign Austurríkis og Dana sem leika í riðli Íslands.

Vísir hefur verið með mikla umfjöllun um Evrópumeistaramótið og mun vera með afar öfluga umfjöllun allt mótið.

Fréttir af mótinu verða þar í fyrirrúmi en á EM-vef Vísis má ennfremur finna álit sérfræðinga Vísis, Arons Kristjánssonar og Sigurðar Bjarnasonar, á mótinu sem og EM-blogg.

Þar mun Eiríkur Stefán Ásgeirsson, íþróttafréttamaður Vísis og Fréttablaðsins, lýsa upplifun sinni á staðnum ásamt því sem aðrir íþróttafréttamenn Vísis munu stinga niður penna.

Hægt er að nálgast EM-vef Vísis hér og bloggið má finna hér.

Leikir dagsins á EM í Austurríki:

A-riðill:

17.10 Rússland - Úkraína

19.10 Króatía - Noregur

B-riðill:

17.00 Danmörk - Austurríki

19.15 Ísland - Serbía

C-riðill:

17.30 Þýskaland - Pólland

19.30 Svíþjóð - Slóvenía

D-riðill:

17.15 Spánn - Tékkland

19.15 Frakkland - Ungverjaland

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×