Handbolti

Svíar töpuðu fyrir Slóveníu og Frakkar gerðu aðeins jafntefli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik Svía og Slóvena í kvöld.
Frá leik Svía og Slóvena í kvöld. Mynd/AFP
Það var nóg af óvæntum úrslitum á fyrsta degi Evrópumótsins í handbolta í Austurríki. Svíar lágu fyrir Slóvenum og Frakkar náðu aðeins jafntefli á móti Ungverjum. Króatar unnu tveggja marka sigur á Norðmönnum.

Slóvenar unnu 27-25 sigur á Svíum þrátt fyrir að vera komnir sex mörkum undir í hálfleik. Slóvenar unnu seinni hálfleikinn 20-12 og þar með leikinn með tveimur mörkum. Luka Zvizej skoraði 8 mörk fyrir Slóvena og Gorazd Skof varði 20 skot í markinu. Jonas Kallmann, Niclas Ekbert og Dalibor Doder skoruðu fimm mörk fyrir Svía.

Króatar unnu 25-23 sigur á Norðmönnum eftir að hafa verið 11-10 yfir í hálfleik. Drago Vukovic skoraði 7 mörk fyrir Króatíu og Manuel Strlek var með 5 mörk. Håvard Tvedten skoraði 9 mörk fyrir Norðmenn.

Frakkar gerðu 29-29 jafntefli við Ungverja eftir að það hafði einnig verið jafnt í hálfleik. Nikola Karabatic skoraði 7 mörk fyrir Frakka en Ferenc Ilyes skoraði 7 mörk fyrir Ungverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×