Enski boltinn

Beckham: City verður aldrei stærra en United

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

David Beckham, fyrrum leikmaður Man. Utd, tekur þátt í upphitun fyrir leik Man. Utd og Man. City í deildarbikarnum í kvöld. Beckham er á því að þó svo City eigi nóg af peningum verði félagið aldrei stærra en United.

„Að ná árangri og verða eitt þekktasta félag heims kemur ekki af sjálfu sér eða út af peningum. Það er sagan sem setur félag á slíkan stall. Þess vegna verður City aldrei stærra en United," sagði Beckham sem gæti aldrei hugsað sér að spila fyrir City.

„Ég myndi aldrei nokkurn tímann skrifa undir samning við það félag. Það hefur ekkert með peninga að gera heldur hollustu. Ég hef alla tíð stutt United og þess utan spilað með félaginu. Ég gæti því aldrei hugsað mér að spila fyrir City."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×