Handbolti

Arnór: Sárara en orð fá lýst

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Arnór Atlason var með 7 mörk og 8 stoðsendingar í leiknum í kvöld.
Arnór Atlason var með 7 mörk og 8 stoðsendingar í leiknum í kvöld. Mynd/Leena Manhart
Arnór Atlason átti frábæran síðari hálfleik með Íslandi gegn Serbíu á EM í handbolta í kvöld en því miður dugði það ekki til sigurs. Leiknum lyktaði með jafntefli, 29-29.

„Við vorum bara ekki nógu ákveðnir í vörninni í seinni hálfleik eins og við vorum í þeim fyrri. Markvarslan var góð en það bjargaði ekki," sagði Arnór við Vísi eftir leikinn.

„Ísland var betri aðilinn í leiknum en við vorum það lélegir á köflum að við áttum kannski ekki meira skilið. Þetta er sárara en orð fá lýst en þetta er þó ekki búið enn. Það getur enn vel verið að það verði Serbar sem fara ekki áfram í milliriðla og þá eigum við enn möguleika að taka með okkur fjögur stig til Vínar."

„En það sem við þurfum fyrst og fremst að gera er að klára okkar leiki og athuga svo hvað það færir okkur í lok riðlakeppninnar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×