Handbolti

Móralskur sigur hjá heimamönnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Austurríkismanna og Dana í gær.
Úr leik Austurríkismanna og Dana í gær. Nordic Photos/AFP

Austurríkismenn voru ánægðir með frumraun sína á Evrópumótinu í handbolta en liðið tapaði þá fyrir Danmörku, 33-29, í Linz. Ísland og Serbía leika í sama riðli og Ísland mætir Austurríki á morgun.

„Austurríkismenn voru nálægt því að vinna ótrúlegan sigur á Evrópumeisturunum en þrátt fyrir tapið var niðurstaðan móralskur sigur,“ sagði í Krone-dagblaðinu í gær.

„Það er ekkert verra en þegar andstæðungurinn óskar manni til hamingju eftir tapleik,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Vitkor Szilagyi við fjölmiðla eftir leik.

Ein stærsta stjarnan í austurríska liðinu, Vitas Ziura, átti frábæran leik gegn Dönum.

„Kannski var þetta leikur lífs míns en hvað fékk maður í staðinn? En það er ljóst að við þurfum ekki að fela okkur fyrir neinum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×