Handbolti

Dagur: Nú snúum okkur að Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Austurríkismanna.
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Austurríkismanna. Mynd/Bongarts
Dagur Sigurðsson var eðlilega ekki ánægður með tapið fyrir Danmörku á EM í handbolta í dag en hrósaði engu að síður sínum leikmönnum fyrir góða frammistöðu í leiknum. Danir unnu sigur á lærisveinum Dags, Austurríki, 33-29 í fyrsta leik EM í Linz.

„Ég vil fyrst og fremst óska Dönum til hamingju með sigurinn enda mikilvægur leikur fyrir bæði lið," sagði Dagur á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Nú þurfum við einfaldlega að bretta upp ermarnar og snúa okkur að næsta leik sem verður gegn Íslandi."

„Ég er ánægður með hvernig mínir menn spiluðu í dag. Danir reyndu að stjórna leiknum en okkur tókst að stöðva þá á mörgum sviðum."

„Sóknarleikurinn okkar var nokkuð góður en ég hefði viljað að vörnin og markvörður hefðu stöðvað aðeins fleiri boltann. Við hefðum þegið að fá nokkur hraðaupphlaupsmörk til að koma okkur enn betur inn í leikinn."

„En það er gott að fyrsta leiknum skuli vera lokið enda alltaf taugastrekkjandi að þurfa að bíða eftir honum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×