Handbolti

Danir í vandræðum með Austurríkismenn í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Christiansen og félagar í danska landsliðinu byrjuðu titilvörnina á naumum sigri.
Lars Christiansen og félagar í danska landsliðinu byrjuðu titilvörnina á naumum sigri. Mynd/AFP
Evrópumeistarar Dana byrjuðu titilvörn sína ekki á alltof sannfærandi hátt þegar þeir unnu 33-29 sigur á gestgjöfum Austurríkis í opnunarleik b-riðils Evrópukeppninnar. Seinni leikur riðilsins í dag er á milli Íslendinga og Serba sem hefst klukkan 19.15.

Danir voru með frumkvæðið allan leikinn en gátu þó aldrei slitið sig lærisveinum Dags Sigurðssonar sem unnu sig aftur og aftur inn í leikinn aftur. Danir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15.

Munurinn hélst í eitt til þremur mörkum fram eftir leiknum eða þar til að Danir slitu sig frá Austurríksimönnum á síðustu tíu mínútum leiksins. Austurríki náði muninum aftur niður í þrjú mörk en nær komust þeir ekki.

Thomas Mogensen var markahæstur Dana með sjö mörk og Mikkel Hansen skoraði 5 mörk. Kasper Söndergaard, Michael Knudsen og Lars Christiansen skoruðu síðan allir 4 mörk.

Vytautas Ziura var markahæstur hjá Austurríki með 7 mörk og Robert Weber kom honum næstur með 6 mörk.



Danmörk - Austurríki 33 - 29 (17-15)

Mörk Danmerkur (skot): Thomas Mogensen 7 (8), Mikkel Hansen 5 (8), Lars Christiansen 4/1 (6/2), Kasper Söndergaard Sarup 4 (6), Michael Knudsen 4 (7), Anders Eggert 3/3 (4/4), Lasse Svan Hansen 2 (3), Torsten Laen 1 (1), Michael Knudsen 1 (1), Hans Lindberg 1 (2), Mads Nielsen 1 (3), Lars Jörgensen (1).

Varin skot: Kasper Hvidt 14/1 (43/3, 30%), Niklas Landin 1/1 (1/1, 100%)

Hraðaupphlaup: 5 (Hansen 2, Christiansen 1, Lindberg 1, M. Nielsen 1).

Fiskuð víti: 6 (Mogensen 3, Knudsen 1, Svan Hansen 1, Söndergaard Sarup 1).

Utan vallar: 6 mínútur.

Mörk Austurríkis (skot): Vytautas Ziura 7 (9), Robert Weber 6/2 (9/3), Patrick Fölser 5 (6), Roland Schillinger 4 (6), Viktor Szilagyi 4 (7), Mare Hojc 2 (3), Martin Abadir 1 (1), Mayer (1), Konrad Wilczynski (1/1), Bernd Friede (1).

Varin skot: Nikola Marinovic 13/1 (47/5, 26%),

Hraðaupphlaup: 6 (Weber 2, Schillinger 2, Abadir 1, Hojc 1).

Fiskuð víti: 5 (Szilagyi 2, Fölser 1, Schillinger 1, Wagesreiter 1).

Utan vallar: 6 mínútur.

Dómarar: Nordine Lazaar og Laurent Reveret, Frakklandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×