Fleiri fréttir

Sjáðu tilþrifin í Subway-deild karla: Varin skot og frábærar troðslur
Að venju fór Subway Körfuboltakvöld yfir tilþrif síðustu umferðar í Subway deild karla í körfubolta. Farið var yfir tíu bestu tilþrif umferðarinnar og var það Taylor Johns sem átti bestu tilþrifin aðra vikuna í röð.

Innbyrðis vandamálin sem felldu Belga | Vandræðaleg grillveisla og rifrildi lykilmanna
Belgíska landsliðið olli miklum vonbrigðum á heimsmeistaramótinu í Katar og féll úr leik eftir riðlakeppnina. The Athletic hefur skyggnst bakvið tjöldin hjá belgíska liðinu þar sem innbyrðis deilur lykilmanna hafa valdið vandræðum.

Tuttugustu og þriðju kaup Nottingham Forest á tímabilinu
Nottingham Forest hefur gengið frá kaupunum á hinum brasilíska Gustavo Scarpa frá Palmeiras. Scarpa gengur til liðs við Forest í janúar en hann er tuttugasti og þriðji leikmaðurinn sem liðið kaupir á tímabilinu.

Leikmaður Þórs í æfingahópi Norður-Makedóníu fyrir heimsmeistaramótið
Kostadin Petrov sem leikur með Þór frá Akureyri í Grill 66-deildinni í handknattleik hefur verið valinn í æfingahóp Norður Makedóníu fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem fram fer í janúar.

Búist við að Saka komi inn í byrjunarliðið á kostnað Foden eða Rashford
England mætir Senegal í kvöld í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í Katar. Enskir fjölmiðlar greina frá því að Bukayo Saka komi inn í byrjunarlið Englands á kostnað Phil Foden eða Marcus Rashford sem báðir skoruðu í síðasta leik.

Verður Gabriel Jesus frá næstu þrjá mánuðina?
Brasilískir fjölmiðlar greina frá því að Gabriel Jesus leikmaður Arsenal þurfi að fara í aðgerð og verði frá næstu þrjá mánuðina. Jesus meiddist á hné í leik Brasilíu og Kamerún á heimsmeistaramótinu í Katar.

„Hann er með eiginleika sem er erfitt að kenna“
Hinn tvítugi Sigurður Pétursson hefur heillað marga í Subway-deildinni á þessu tímabili. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fóru yfir frammistöðu Sigurðar í þættinum á föstudagskvöldið.

Tók fram úr Maradona í sínum þúsundasta leik
Lionel Messi skoraði fyrra mark Argentínu þegar liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins með 2-1 sigri á Ástralíu. Leikurinn var sá þúsundasti hjá Messi á ferlinum og markið hans níunda á heimsmeistaramóti.

Færði Argentínu mark á silfurfati og fékk síðan væna pillu frá liðsfélaga
Matthew Ryan og félagar í ástralska landsliðinu féllu úr leik á heimsmeistaramótinu í gær eftir tap gegn Argentínu. Ryan gerði mistök í öðru marki Argentínu og fékk síðan væna pillu frá liðsfélaga sínum í FC Kaupmannahöfn eftir leik.

Gott gengi Golden State á heimavelli heldur áfram
Steph Curry og Andrew Wiggins voru í aðalhlutverki hjá Golden State Warriors í nótt þegar liðið lagði Houston Rockets á heimavelli. Rudy Gobert hjá Minnesota Timberwolves var rekinn út úr húsi fyrir að fella mótherja.

Segir að leikmenn KR þoli ekki Jordan Semple
Brynjar Þór Björnsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að leikmönnum KR líki ekki vel við Jordan Semple.

Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan
Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur.

„Líf sem mann dreymdi um þegar maður var yngri“
Martin Hermannsson, leikmaður Valencia og íslenska körfuboltalandsliðsins, varði dýrmætum tíma með fjölskyldunni meðan hann var frá vegna meiðsla.

Dagskráin í dag: Mikill körfuboltadagur
Ýmissa grasa kennir á Sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sýnt verður beint frá körfubolta, handbolta, golfi og NFL.

Segir að Egill hefði getað komist í allra fremstu röð
Egill Magnússon hefði getað komist í allra fremstu röð í handboltanum. Þetta segir Einar Guðmundsson sem þjálfaði Egil í yngri landsliðum Íslands.

Alexander-Arnold segist ekki vera að reyna að fá Bellingham til Liverpool
Trent Alexander-Arnold segir að hann sé ekki að reyna að sannfæra Jude Bellingham um að koma til Liverpool.

Vandræði Tryggva og félaga halda áfram
Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Basket Zaragoza töpuðu sínum öðrum leik í röð í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar þeir lutu í lægra haldi fyrir Unicaja Malaga, 104-78.

Messi skoraði í naumum argentínskum sigri
Lionel Messi lék sinn þúsundasta leik á ferlinum og skoraði þegar Argentína sigraði Ástralíu, 2-1, í sextán liða úrslitum á HM í Katar í kvöld. Argentínumenn mæta Hollendingum í átta liða úrslitum á föstudaginn.

Van Gaal kyssti Dumfries á blaðamannafundi
Louis van Gaal, þjálfari hollenska fótboltalandsliðsins, var ánægður með Denzel Dumfries eftir sigurinn á Bandaríkjunum, svo ánægður að hann smellti kossi á bakvörðinn á blaðamannafundi.

Ískaldur Óðinn tryggði Kadetten stig með flautumarki
Óðinn Þór Ríkharðsson var hetja Kadetten Schäffhausen þegar liðið gerði jafntefli við Suhr Aarau, 31-31, í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Hann skoraði jöfnunarmark liðsins eftir að leiktíminn var runninn út.

Gagnrýnir Erling fyrir að mæta ekki í viðtöl
Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, gagnrýndi Erling Richardsson, þjálfara ÍBV, harðlega fyrir að mæta ekki í viðtöl eftir tap liðsins fyrir Val í dag.

Von Eyjakvenna veik
Möguleikar ÍBV á að komast í 4. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta eru ekki miklir eftir sjö marka tap fyrir Madeira Anadebol, 23-30, í dag.

„Leikmenn sýndu á sér sparihliðarnar“
Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með sigur síns liðs á KA/Þór, 28-20, í Olís deild kvenna í dag.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - KA/Þór 28-20 | Haukar skutust upp fyrir Akureyringa
Haukar höfðu betur gegn KA/Þór á Ásvöllum í Olís-deild kvenna í dag en lokatölur leiksins voru 28-20.

Umfjöllun: Hörður - Haukar 37-43 | Haukar halda áfram að mjaka sér upp töfluna
Haukar gerðu góða ferð til Ísafjarðar en liðið sótti tvö stig þangað í leik sínum við Hörð í 11. umferð Olísdeildar karla í handbolta í dag.

HK kom ekki upp orði gegn Fram í Kórnum
Fram kjöldró HK, 16-35, þegar liðin áttust við í 9. umferð Olís-deildar kvenna í dag. Frammarar eru áfram í 4. sætinu og HK-ingar ennþá í áttunda og neðsta sætinu.

Hollendingar fyrstir í átta liða úrslitin
Holland komst fyrst liða í átta liða úrslit á HM í Katar eftir 3-1 sigur á Bandaríkjunum í dag. Denzel Dumfries var maður leiksins en hann skoraði eitt mark og lagði upp hin tvö fyrir Memphis Depay og Daley Blind. Haji Wright skoraði mark Bandaríkjamanna.

Stuðningsmannahópar United birta kröfugerð fyrir nýja eigendur
Yfir fimmtíu stuðningsmannahópar Manchester United hafa birt lista með kröfum fyrir mögulega nýja eigendur félagsins. Eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan, tilkynntu fyrir nokkru að þeir íhuga að selja félagið eftir að hafa átt það í 17 ár.

Gústi mætti dóttur sinni: Nú fer ég og kveiki aftur á mér heima
„Við náðum að keyra vel á þær í 60 mínútur og vorum að rúlla liðinu vel. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tólf marka sigur á Selfossi, í Olís-deild kvenna í dag, lokatölur 35-23.

Anna Björk í liði Inter sem bið lægri hlut gegn samherjum Söru Bjarkar
Sara Björk Gunnarsdóttir kom ekkert við sögu í liði Juventus sem vann 2-0 útisigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn í vörn Inter.

Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja
Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga
Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag.

Pele settur í lífslokameðferð
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur verið settur í lífslokameðferð af læknum á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo. Þessi ákvörðun var tekin þar sem líkami hans er hættur að svara geislameðferð vegna krabbameins í þörmum.

Manchester United á toppinn eftir stórsigur
Manchester United vann 5-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag fyrir framan rúmlega 30.000 manns á Old Trafford.

Pílupartýið í kvöld: Eina markmið Martins að enda fyrir ofan Tomma Steindórs
Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport í kvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu.

Gabriel Jesus ekki meira með í Katar
Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus verður ekki meira með á heimsmeistaramótinu í Katar vegna meiðsla. Jesus meiddist á hné gegn Kamerún í gær og leikur vafi á því hvort hann verði klár í slaginn þegar enska úrvalsdeildin hefst á ný í lok mánaðarins.

10. umferð CS:GO | 30-bombur og Atlantic á toppnum
Nú þegar seinni hluti tímabilsins er hafin eru Atlantic og Dusty jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Þór fylgir fast á hælana en TEN5ION hefur ekki enn unnið leik.

Dómararnir þurftu fylgd inn í klefa eftir að leikmenn Úrúgvæ gerðu að þeim aðsúg
Það voru mikil læti eftir að leik Úrúgvæ og Gana lauk á heimsmeistaramótinu í Katar í gær og þurftu dómarar leiksins fylgd inn í klefa að honum loknum. Luis Suarez segir að FIFA sé á móti Úrúgvæ.

Pulisic klár í slaginn gegn Hollendingum
Christian Pulisic hefur fengið grænt ljós frá læknum bandaríska knattspyrnulandsliðsins eftir meiðslin sem hann varð fyrir gegn Íran. Hann verður því klár í slaginn þegar 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar hefjast í dag.

„Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“
Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum.

Fjörutíu stig Antetokounmpos dugðu ekki gegn Lakers
Anthony Davis skoraði 44 stig og tók 10 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann góðan sigur á Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Lebron James fór uppfyrir Magic Johnson á lista yfir stoðsendingahæstumenn sögunnar.

Einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn
Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Investec South African mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi sem er nú í gangi í Jóhannesarborg. Guðmundur Ágúst lauk keppni á öðrum hring í morgun.

Veikindi valda Hollendingum vandræðum fyrir stórleikinn í dag
Holland mætir Bandaríkjunum í fyrsta leik 16-liða úrslita heimsmeistaramótsins í Katar í dag. Undirbúningur hollenska liðsins fyrir þennan stórleik hefur ekki verið sá besti þar sem flensa hefur herjað á lið Hollands.

„Þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum“
„Það verður örugglega mjög skrítið. Líka skrítið að hita upp hinum megin, fara í hinn klefann og svona. Við gerum gott úr þessu, en þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún verður í eldlínunni þegar Selfoss mætir Val á Hlíðarenda í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Það vill svo skemmtilega til að Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, er faðir Ásdísar Þóru.

Seinni bylgjan: „Bara að Kiel hafi áhuga er risa fjöður í hattinn fyrir Viktor Gísla“
Það styttist í HM í handbolta sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð. Ef Viktor Gísli Hallgrímsson heldur uppteknum hætti gæti hann orðið ein af stjörnum mótsins en farið var yfir magnaða frammistöðu hans í Meistaradeild Evrópu í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar.