Fótbolti

Anna Björk í liði Inter sem bið lægri hlut gegn samherjum Söru Bjarkar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn í vörn Inter.
Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn í vörn Inter. Vísir/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir kom ekkert við sögu í liði Juventus sem vann 2-0 útisigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn í vörn Inter.

Fyrir leikinn í dag var Juventus í öðru sæti Serie A deildarinanr með 21 stig en Inter þar á eftir með 19 stig í þriðja sætinu. Það var því ljóst að um mikilvægan leik væri að ræða og spurning hvort liðið myndi taka stigin þrjú og halda þar með í við Roma sem er eitt í toppsætinu.

Leikurinn var markalaus eftir fyrri hálfleikinn í dag en strax í upphafi síðari hálfleiks kom fyrsta markið. Barbara Bonansea skoraði þá eftir sendingu frá Christina Girelli. Aðeins tveimur mínútum eftir mark Bonansea kom Arianna Caruso Juventus svo í 2-0 þegar hún skoraði eftir sendingu frá hinni hollensku Lineth Beerensteyn.

Fleiri urðu mörkin ekki í dag og minnkaði Juventus því forystu Roma á toppnum niður í þrjú stig. Roma á þó leik til góða.

Sara Björk Gunnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Juventus en Anna Björk Kristjánsdóttir var í byrjunarliði Inter og spilaði allan leikinn í miðri vörn liðsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.