Fótbolti

Tók fram úr Maradona í sínum þúsundasta leik

Smári Jökull Jónsson skrifar
Lionel Messi átti góðan leik þegar Argentína tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins.
Lionel Messi átti góðan leik þegar Argentína tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins. Vísir/Getty

Lionel Messi skoraði fyrra mark Argentínu þegar liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins með 2-1 sigri á Ástralíu. Leikurinn var sá þúsundasti hjá Messi á ferlinum og markið hans níunda á heimsmeistaramóti.

Lionel Messi sýndi sín alþekktu töfrabrögð í leiknum í gær en þetta var þúsundasti keppnisleikur Messi á ferlinum. 

Í augum margra er Messi besti knattspyrnumaður sögunnar en hvað varðar landsliðið eru sömuleiðis þeir sem halda því fram að hann muni aldrei standa jafnfætis goðsögninni Diego Maradona nema færa argentínsku þjóðinni heimsmeistaratitil.

Messi tókst þó að skáka Maradona í gær hvað varðar mörk í heimsmeistarakeppnum. Mark Messi í gær var hans níunda samtals á heimsmeistraramóti en Maradona skoraði átta á sínum glæsilega ferli. Messi vantar þó enn eitt mark til að jafna Gabriel Batistuta sem markahæsti Argentínumaðurinn á heimsmeistaramóti.

Leikurinn í gær var þúsundasti keppnisleikur Lionel Messi á stórkostlegum ferli en hann hefur nú skorað 789 mörk í þessum þúsund leikjum. Algjörlega mögnuð tölfræði.

Líklega stendur árið 2012 upp úr hjá stuðningsmönnum Messi. Þá skoraði hann 91 mark í 69 leikjum eða 1,32 mörk að meðaltali allt almanaksárið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×