Fótbolti

Gabriel Jesus ekki meira með í Katar

Smári Jökull Jónsson skrifar
Gabriel Jesus verður ekki meira með í Katar
Gabriel Jesus verður ekki meira með í Katar Vísir/Getty

Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus verður ekki meira með á heimsmeistaramótinu í Katar vegna meiðsla. Jesus meiddist á hné gegn Kamerún í gær og leikur vafi á því hvort hann verði klár í slaginn þegar enska úrvalsdeildin hefst á ný í lok mánaðarins.

Leikurinn í gær var sá fyrsti þar sem Jesus var í byrjunarliði Brasilíu á þessu heimsmeistaramóti. Brasilía tapaði leiknum 1-0 en voru búnir að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum fyrir leikinn.

Jesus kom af velli á 64.mínútu og nú hefur komið í ljós að meiðslin eru það alvarleg að hann mun ekki getað spilað meira á mótinu. Jesus er annar leikmaður Arsenal sem lýkur keppni í Katar fyrr en búist var við því Ben White yfirgaf enska landsliðshópinn á dögunum af persónulegum ástæðum.

Meiðsli Jesus eru ekki einu slæmu fréttirnar úr herbúðum Brasilíu því bakvörðurinn Alex Telles mun heldur ekki spila meira á mótinu, einnig vegna meiðsla á hné. Þá er stórstjarnan Neymar meiddur á ökkla og óvíst hvort hann geti spilað þegar Brasilía mætir Suður Kóreu á mánudagskvöldið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.