Körfubolti

Sjáðu tilþrifin í Subway-deild karla: Varin skot og frábærar troðslur

Smári Jökull Jónsson skrifar
Tilþrifin voru á dagskrá Subway Körfuboltakvölds á föstudaginn.
Tilþrifin voru á dagskrá Subway Körfuboltakvölds á föstudaginn.

Að venju fór Subway Körfuboltakvöld yfir tilþrif síðustu umferðar í Subway deild karla í körfubolta. Farið var yfir tíu bestu tilþrif umferðarinnar og var það Taylor Johns sem átti bestu tilþrifin aðra vikuna í röð.

Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Subwy Körfuboltakvöldi sýndu áhorfendum tilþrif vikunnar í þættinum á föstudaginn líkt og vani er. 

Það var nóg af skemmtilegum tilþrifum og ÍR-ingurinn Taylor Johns var áberandi en fyrir utan að eiga bestu tilþrif vikunnar, þar sem hann varði skot í leik gegn KR, þá komust tvö önnur tilþrif hans á lista.

„Það er auðvelt að hrífast af honum. Þetta er einn af þessum gaurum sem er ekki endilega frábær í körfubolta en orkan sem hann spilar á gerir það að verkum að hann er góður,“ sagði Brynjar Þór Björnsson um Johns.

Önnur tilþrif sem vöktu athygli var stórkostleg sending Obadiah Trotter á Matej Karlovic þar sem Trotter sendir boltann afturfyrir bak í hraðaupphlaupi og Karlovic setur niður þrist.

Öll tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Tilþrif 8.umferðarFleiri fréttir

Sjá meira


×