Holland tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með því að vinna A-riðil keppninnar en Bandaríkjamenn komust áfram með því að ná öðru sæti B-riðils á eftir Englendingum.
Leiksins er eðlilega beðið með mikilli eftirvæntingu í Hollandi enda var liðið á köflum nokkuð sannfærandi í riðlakeppninni og framherjinn Cody Gakpo sjóðandi heitur en hann er búinn að skora þrjú mörk í keppninni til þessa.
Undirbúningur hollenska liðsins fyrir leikinn í dag hefur hins vegar ekki verið ákjósanlegur. Flensa hefur herjað á herbúðir liðsins og neyddist Louis Van Gaal, þjálfari Hollands, til að sleppa æfingu á fimmtudaginn af þeim sökum. Allir leikmenn liðsins gátu æft í gær en spurning hvort allir menn séu búnir að ná sér að fullu.
It seems that the flu has also hit the Dutch camp (after the Brazilian one) before their World Cup round-of-16 match tomorrow. They won t say how many players are sick, but it appears all-important playmaker Frenkie de Jong is among them. https://t.co/2mnBga77mc
— Leander Schaerlaeckens (@LeanderAlphabet) December 2, 2022
Á blaðamannafundi í gær vildi Van Gaal ekki gefa upp hvaða leikmenn væru búnir að vera veikir en sagði að vissulega væri þetta áhyggjuefni.
„Ef þetta dreifist um hópinn, þá er það áhyggjuefni. Ég gaf leikmönnunum einn dag í frí. Þessi hópur, þeir ræða við mig og ég hlusta á þá,“ bætti Van Gaal við