Handbolti

„Leikmenn sýndu á sér sparihliðarnar“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar Hermannsson hrósaði Haukunum sínum eftir leikinn gegn KA/Þór.
Ragnar Hermannsson hrósaði Haukunum sínum eftir leikinn gegn KA/Þór. vísir/hulda margrét

Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með sigur síns liðs á KA/Þór, 28-20, í Olís deild kvenna í dag.

„Já, svona þegar upp var staðið myndi ég segja að allt hafi farið eftir plani,“ byrjaði Ragnar eftir leik.

„Eins og við töluðum um um fyrir leikinn varðandi leikgreind og svo framvegis þá fannst mér vanta svolítið upp á það í fyrri hálfleiknum. Við vorum að taka skot þegar við áttum að róa spilið frekar niður og brjóta á þeim þegar þær voru í slæmum færum til dæmis,“ hélt Ragnar áfram.

„Við missum bæði 5-1 og 10-7 niður í jafntefli það er svona það sem ég er ekki sáttur með hvað þennan leik varðar. En samt sem áður þá fannst mér við fá minna úr fyrri hálfleiknum en við áttum skilið.“

Ragnar var virkilega ánægður með varnarleikinn í leiknum.

„Mér fannst vörnin vera frábær nánast allan leikinn en sérstaklega í seinni hálfleiknum. Svo voru sumir leikmenn sem sýndu á sér spari hliðarnar á þessum kafla þar sem við silgdum þess heim undir lokin,“ endaði Ragnar á að segja.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.