Það var mikil stemmning á Old Trafford í dag enda rúmlega 30.000 manns á pöllunum. Fyrir leikinn átti lið United möguleika á að tylla sér í toppsæti deildarinnar en þær voru í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Chelsea.
Og það var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi í dag. Leikmenn United mættu ákveðnir til leiks og á 13.mínútu leiksins kom Katie Zelem liðinu yfir þegar hún skoraði á fjærstönginni. Á 28.mínútu skoraði svo Leah Galton annað mark United eftir sendingu frá Ella Toone og staðan í hálfleik var 2-0 fyrir Manchester Untited.
A special performance at the Theatre of Dreams #MUWomen || #ChangeTheGame pic.twitter.com/Bfr1qA8wNN
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) December 3, 2022
Eftir hlé bættu leikmenn United svo enn frekar við forystuna. Enska landsliðskonan Alessia Russo skoraði á 51.mínútu og Ona Batlle skoraði frábært mark á 76.mínútu. Varamaðurinn Rachel Williams setti svo punktinn yfir i-ið þegar hún skoraði fimmta markið undir lokin. Stórsigur United staðreynd og efsta sæti deildarinnar þeirra.