Segir að leikmenn KR þoli ekki Jordan Semple Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2022 09:01 Jordan Semple ku ekki vera vinsæll í Vesturbænum. vísir/bára Brynjar Þór Björnsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að leikmönnum KR líki ekki vel við Jordan Semple. Frakkinn hafði sig ekki mikið í frammi þegar KR tapaði fyrir ÍR, 88-95, í fallbaráttuslag á Meistaravöllum á fimmtudaginn. Semple skoraði þó fimmtán stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. „Þetta er kannski eitt af vandamálum KR-liðsins er að ég held að þeim finnist hann (SEmple) ekki skemmtilegur, líki ekki vel við hann. Og ef þér líkar ekki vel við einhvern ertu að fara að gefa á hann?“ sagði Brynjar í Subway Körfuboltakvöldi í fyrradag. „Þetta er bara snjóbolti. Honum líkar ekki við aðra og gefur ekki boltann á ákveðna leikmenn.“ Brynjar segir ekkert vafamál að liðsheildin hjá KR sé ekki sterk og samheldnin ekki mikil. „Það sést bara á liðinu. Þeir eru bara með tólf stoðsendingar og þar af eru bakverðirnir með fjórar. Fyrir leikmenn sem eru með boltann nánast allan tímann er það hræðilegt,“ sagði Brynjar. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Jordan Semple Hann segir nauðsynlegt að leikmenn láti sér lynda við samherja sína og þekkir það af reynslu. „Þú verður að geta átt í mannlegum samskiptum við liðsfélagana. Sögurnar sem maður hefur heyrt eru ekki góðar. Við fórum í gegnum það í fyrra þegar við fengum Isiah Martenson sem var alveg stórkostlegt eintak en mjög skrítinn og stórfurðulegur karakter. Við reyndum allavega en síðan var þetta ekki hægt lengur,“ sagði Brynjar. „Þú ert í til að hafa gaman og njóta leiksins og augnabliksins en vandamálið í körfunni er að við erum með málaliða. Þetta eru bara málaliðar sem fá skítalaun og þegar þeir smella ekki saman, sérstaklega eins og núna þegar KR er með fjóra útlendinga, verður þetta þurrt og leiðinlegt.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“ Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum. 3. desember 2022 11:01 Martin um slæma stöðu KR: „Þetta reddast“ KR-ingurinn Martin Hermannsson er viss um að „þetta reddist.“ Hér er „þetta“ notað yfir skelfilegt gengi KR til þessa í Subway deild karla í körfubolta. 2. desember 2022 23:30 Helgi Már: Ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað Þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var allt annað en sáttur eftir tap í botnslag áttundu umferðar Subway deildar karla í kvöld. „Svekkelsi, ömurlegt að tapa,“ sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. 1. desember 2022 23:00 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Frakkinn hafði sig ekki mikið í frammi þegar KR tapaði fyrir ÍR, 88-95, í fallbaráttuslag á Meistaravöllum á fimmtudaginn. Semple skoraði þó fimmtán stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. „Þetta er kannski eitt af vandamálum KR-liðsins er að ég held að þeim finnist hann (SEmple) ekki skemmtilegur, líki ekki vel við hann. Og ef þér líkar ekki vel við einhvern ertu að fara að gefa á hann?“ sagði Brynjar í Subway Körfuboltakvöldi í fyrradag. „Þetta er bara snjóbolti. Honum líkar ekki við aðra og gefur ekki boltann á ákveðna leikmenn.“ Brynjar segir ekkert vafamál að liðsheildin hjá KR sé ekki sterk og samheldnin ekki mikil. „Það sést bara á liðinu. Þeir eru bara með tólf stoðsendingar og þar af eru bakverðirnir með fjórar. Fyrir leikmenn sem eru með boltann nánast allan tímann er það hræðilegt,“ sagði Brynjar. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Jordan Semple Hann segir nauðsynlegt að leikmenn láti sér lynda við samherja sína og þekkir það af reynslu. „Þú verður að geta átt í mannlegum samskiptum við liðsfélagana. Sögurnar sem maður hefur heyrt eru ekki góðar. Við fórum í gegnum það í fyrra þegar við fengum Isiah Martenson sem var alveg stórkostlegt eintak en mjög skrítinn og stórfurðulegur karakter. Við reyndum allavega en síðan var þetta ekki hægt lengur,“ sagði Brynjar. „Þú ert í til að hafa gaman og njóta leiksins og augnabliksins en vandamálið í körfunni er að við erum með málaliða. Þetta eru bara málaliðar sem fá skítalaun og þegar þeir smella ekki saman, sérstaklega eins og núna þegar KR er með fjóra útlendinga, verður þetta þurrt og leiðinlegt.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“ Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum. 3. desember 2022 11:01 Martin um slæma stöðu KR: „Þetta reddast“ KR-ingurinn Martin Hermannsson er viss um að „þetta reddist.“ Hér er „þetta“ notað yfir skelfilegt gengi KR til þessa í Subway deild karla í körfubolta. 2. desember 2022 23:30 Helgi Már: Ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað Þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var allt annað en sáttur eftir tap í botnslag áttundu umferðar Subway deildar karla í kvöld. „Svekkelsi, ömurlegt að tapa,“ sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. 1. desember 2022 23:00 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
„Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“ Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum. 3. desember 2022 11:01
Martin um slæma stöðu KR: „Þetta reddast“ KR-ingurinn Martin Hermannsson er viss um að „þetta reddist.“ Hér er „þetta“ notað yfir skelfilegt gengi KR til þessa í Subway deild karla í körfubolta. 2. desember 2022 23:30
Helgi Már: Ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað Þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var allt annað en sáttur eftir tap í botnslag áttundu umferðar Subway deildar karla í kvöld. „Svekkelsi, ömurlegt að tapa,“ sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. 1. desember 2022 23:00