Verður Gabriel Jesus frá næstu þrjá mánuðina? Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2022 11:31 Gabriel Jesus gæti verið lengi frá. Vísir/Getty Brasilískir fjölmiðlar greina frá því að Gabriel Jesus leikmaður Arsenal þurfi að fara í aðgerð og verði frá næstu þrjá mánuðina. Jesus meiddist á hné í leik Brasilíu og Kamerún á heimsmeistaramótinu í Katar. Gabriel Jesus fór af velli á 64.mínútu leiksins gegn Kamerún á föstudag og í gær var síðan greint frá því að hann yrði ekki meira með á heimsmeistaramótinu í Katar. Leikurinn gegn Kamerún var sá fyrsti þar sem Jesus var í byrjunarliði Brasilíu á mótinu en liðið hafði tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum fyrir leikinn og hvíldi marga af sínum lykilmönnum. Upphaflega var talið að Jesus yrði frá í 4-6 vikur vegna meiðslanna en í dag greinir brasilíski miðillinn SporTV frá því að Jesus hafi farið í rannsókn í gær og í ljós hafi komið að meiðslin væru alvarlegri en talið var í fyrstu. Jesus muni fljúga til Lundúna í dag þar sem hann mun gangast undir aðgerð. Líklegt er að hann verði frá í þrjá mánuði vegna meiðslanna. Þessar fréttir eru áfall fyrir Mikel Arteta þjálfara Arsenal. Jesus hefur sýnt góða takta síðan hann gekk til liðs við Arsenal í sumar og skorað fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar í fjórtán leikjum. Gabriel Jesus could miss up to three months of action as a result of the knee injury that has ruled him out of the remainder of this World Cup @Samjdean#TelegraphFootball #FIFAWorldCup #Qatar2022— Telegraph Football (@TeleFootball) December 4, 2022 Arsenal hefur leik í ensku úrvalsdeildinni að nýju á annan dag jóla þegar liðið mætir West Ham. Eddie Nketiah er eini hreinræktaði framherjinn í leikmannahópi Arsenal fyrir utan Jesus, þó Gabriel Martinelli geti einnig leyst framherjastöðuna en hann hefur að mestu leikið úti á vængnum á tímabilinu. Svo gæti því farið að Arteta reyni að finna framherja þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Sjá meira
Gabriel Jesus fór af velli á 64.mínútu leiksins gegn Kamerún á föstudag og í gær var síðan greint frá því að hann yrði ekki meira með á heimsmeistaramótinu í Katar. Leikurinn gegn Kamerún var sá fyrsti þar sem Jesus var í byrjunarliði Brasilíu á mótinu en liðið hafði tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum fyrir leikinn og hvíldi marga af sínum lykilmönnum. Upphaflega var talið að Jesus yrði frá í 4-6 vikur vegna meiðslanna en í dag greinir brasilíski miðillinn SporTV frá því að Jesus hafi farið í rannsókn í gær og í ljós hafi komið að meiðslin væru alvarlegri en talið var í fyrstu. Jesus muni fljúga til Lundúna í dag þar sem hann mun gangast undir aðgerð. Líklegt er að hann verði frá í þrjá mánuði vegna meiðslanna. Þessar fréttir eru áfall fyrir Mikel Arteta þjálfara Arsenal. Jesus hefur sýnt góða takta síðan hann gekk til liðs við Arsenal í sumar og skorað fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar í fjórtán leikjum. Gabriel Jesus could miss up to three months of action as a result of the knee injury that has ruled him out of the remainder of this World Cup @Samjdean#TelegraphFootball #FIFAWorldCup #Qatar2022— Telegraph Football (@TeleFootball) December 4, 2022 Arsenal hefur leik í ensku úrvalsdeildinni að nýju á annan dag jóla þegar liðið mætir West Ham. Eddie Nketiah er eini hreinræktaði framherjinn í leikmannahópi Arsenal fyrir utan Jesus, þó Gabriel Martinelli geti einnig leyst framherjastöðuna en hann hefur að mestu leikið úti á vængnum á tímabilinu. Svo gæti því farið að Arteta reyni að finna framherja þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.
Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Sjá meira