Bandaríkjamenn mæta Hollendingum í fyrsta leik 16-liða úrslitanna klukkan 15:00 í dag á Khalifa vellinum í Katar
Bandaríska liðið tryggði sér sætí í 16-liða úrslitunum með 1-0 sigri á Íran í lokaumferð riðlakeppninnar og fóru upp úr B-riðli ásamt Englendingum. Christian Pulisic skoraði sigurmark Bandaríkjanna í leiknum. Pulisic skoraði þá af harðfylgi en lenti í samstuði við Alreza Beiranvand, markvörð Írans og varð að fara af velli í hálfleik.
Fyrst um sinn var óttast að Pulisic myndi ekki jafna sig í tæka tíð fyrir leikinn gegn Hollendingum í dag en bandaríska knattspyrnusambandið hefur nú staðfest að Pulisic sé klár í slaginn og geti spilað. Þetta eru afskaplega góðar fréttir fyrir Bandaríkjamenn því Pulisic er án efa þeirra stærsta stjarna og hafa Bandaríkjamenn oft kallað hann „LeBron James fótboltans“.
UPDATE: Christian Pulisic has been cleared to play in tomorrow s match versus Netherlands. pic.twitter.com/ANg2baaJez
— U.S. Men's National Soccer Team (@USMNT) December 2, 2022
Pulisic hefur leikið fimmtíu og fimm leiki með bandaríska landsliðinu og skorað í þeim tuttugu og tvö mörk. Hann er samningsbundinn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en hefur verið orðaður við brottför þaðan að undanförnu.