Fótbolti

Pulisic klár í slaginn gegn Hollendingum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Pulisic meiddist þegar hann skoraði gegn Íran.
Pulisic meiddist þegar hann skoraði gegn Íran. Vísir/Getty

Christian Pulisic hefur fengið grænt ljós frá læknum bandaríska knattspyrnulandsliðsins eftir meiðslin sem hann varð fyrir gegn Íran. Hann verður því klár í slaginn þegar 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar hefjast í dag.

Bandaríkjamenn mæta Hollendingum í fyrsta leik 16-liða úrslitanna klukkan 15:00 í dag á Khalifa vellinum í Katar

Bandaríska liðið tryggði sér sætí í 16-liða úrslitunum með 1-0 sigri á Íran í lokaumferð riðlakeppninnar og fóru upp úr B-riðli ásamt Englendingum. Christian Pulisic skoraði sigurmark Bandaríkjanna í leiknum. Pulisic skoraði þá af harðfylgi en lenti í samstuði við Alreza Beiranvand, markvörð Írans og varð að fara af velli í hálfleik.

Fyrst um sinn var óttast að Pulisic myndi ekki jafna sig í tæka tíð fyrir leikinn gegn Hollendingum í dag en bandaríska knattspyrnusambandið hefur nú staðfest að Pulisic sé klár í slaginn og geti spilað. Þetta eru afskaplega góðar fréttir fyrir Bandaríkjamenn því Pulisic er án efa þeirra stærsta stjarna og hafa Bandaríkjamenn oft kallað hann „LeBron James fótboltans“.

Pulisic hefur leikið fimmtíu og fimm leiki með bandaríska landsliðinu og skorað í þeim tuttugu og tvö mörk. Hann er samningsbundinn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en hefur verið orðaður við brottför þaðan að undanförnu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.