Fleiri fréttir

Simeone: Ég spurði Suarez hvort Messi væri til í að koma

Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, hafði áhuga á því að fá Lionel Messi til liðsins þegar Argentínumaðurinn yfirgaf Barcelona í haust. Messi hefur sagt frá því sjálfur að mörg félög hafi forvitnast um hann.

Blikar mæta stórliði sem var ekki til í fyrra

Blikakonur mæta liði eins þekktasta knattspyrnufélags heims í kvöld í öðrum leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Kvennalið Real Madrid varð hins vegar ekki til fyrr en í fyrrasumar.

Umbi Haalands fundar með City

Mino Raiola, umboðsmaður markaskorarans Erlings Haaland, mun hefja viðræður við Manchester City í janúar varðandi möguleikann á að Norðmaðurinn fari til enska félagsins næsta sumar.

Leikmenn fá aðeins viku í undirbúning fyrir HM

Eins og flestir vita mun heimsmeistaramótið í knattspyrnu fara fram í Katar á næsta ári. Vegna mikils hita yfir sumartímann verður leikið í nóvember og desember, en leikmenn munu ekki losna frá félagsliðum sínum fyrr en viku áður en mótið hefst.

Heimsmeistararnir enn taplausir | Allt jafnt í D-riðli

Annar dagur riðlakeppninnar á heimsmeistaramótinu í League of Legends fór fram í dag, en spilaðir voru átta leikir. Heimsmeistararnir í DWG KIA hafa unnið báða leiki sína, og sömu sögu er að segja af Edward Gaming og Royal Never Give Up.

Atli Ævar frá fram yfir áramót

Enn bætist á meiðslalista handknattleiksliðs Selfoss, en línumaðurinn reyndi, Atli Ævar Ingólfsson, verður að öllum líkindum ekki með liðinu fyrr en eftir áramót eftir að hann fór í aðgerð á hné.

Svíar á toppi B-riðils | Ronaldo með enn eina þrennuna

Alls fóru fram 14 leikir í undankeppni HM 2022 í kvöld. Svíar lyftu sér upp fyrir Spánverja í efsta sæti B-riðils með 2-0 sigri gegn Grikkjum og Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar að Portúgal vann öruggan 5-0 sigur gegn Lúxemborg svo eitthvað sé nefnt.

Mæhle tryggði Dönum sæti á HM

Danmörk varð í kvöld annað liðið til að tryggja sér farseðil á HM í Katar á næsta ári með 1-0 sigri gegn Austurríki.

Englendingar misstigu sig gegn Ungverjum

Englendingar og Ungverjar gerðu 1-1 jafntefli þegar að liðin mættust á Wembley í undankeppni HM 2022 í kvöld. Sigur hefði tryggt Englendingum umspilssæti.

Fótboltamenn krefjast greiðslu fyrir notkun upplýsinga um þá

Ýmis fyrirtæki nýta sér upplýsingar um hæð og þyngd knattspyrnumanna, meðalfjölda marka sem þeir skora í leik, spilaðar mínútur, fiskaðar vítaspyrnur og margt fleira. Nú krefjast hundruð knattspyrnumanna í Bretlandi þess að þeim sé greitt fyrir notkun á gögnum um þá.

AS líkir Andra Lucasi við Haaland

Spænska stórblaðið AS segir að Andri Lucas Guðjohnsen minni um margt á Erling Braut Haaland og muni mögulega leika sinn fyrsta leik fyrir aðallið Real Madrid í vetur.

Pabbar markaskoraranna mættust í Trópídeildinni

Landsliðsmennirnir þrír sem skoruðu fyrir Ísland í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta í gær eru allir af miklum fótboltaættum. Pabbar þeirra léku allir í Trópídeildinni á Íslandi sumarið 1994.

Atson heillaði Grindvíkinga

Bandaríkjamaðurinn Travis Atson mun leika með körfuknattleiksliði Grindavíkur í vetur. Fyrsti leikur hans gæti orðið gegn KR í næstu viku.

Misskildi hrópin og skoraði þess vegna

Mohamed Elyounoussi, framherji Southampton, skoraði bæði mörk Noregs í gærkvöld þegar liðið vann mikilvægan sigur á Svartfjallalandi, 2-0. Seinna markið má segja að hann hafi skorað óvart, eftir að hafa misskilið köll af hliðarlínunni.

Enn mögulegt að Ísland komist á HM í Katar

Eins ótrúlega og það kann að hljóma þá er enn mögulegt að íslenska karlalandsliðið í fótbolta komist á HM í Katar. Möguleikinn er vissulega mjög, mjög fjarlægur en riðillinn sem Ísland leikur í er einstaklega jafn.

Elín Jóna valin í úrvalsliðið

Ísland á fulltrúa í úrvalsliði fyrstu tveggja umferðanna í undankeppni Evrópumóts kvenna í handbolta. Elín Jóna Þorsteinsdóttir stóð sig betur en markverðirnir í hinum 23 liðunum að mati EHF.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.