Körfubolti

Atson heillaði Grindvíkinga

Sindri Sverrisson skrifar
Travis Atson lék með St. Francis háskólanum en er nú mættur til Grindavíkur.
Travis Atson lék með St. Francis háskólanum en er nú mættur til Grindavíkur.

Bandaríkjamaðurinn Travis Atson mun leika með körfuknattleiksliði Grindavíkur í vetur. Fyrsti leikur hans gæti orðið gegn KR í næstu viku.

Grindvíkingar voru án Bandaríkjamanns í fyrstu umferð Subway-deildarinnar síðastliðinn föstudag þegar þeir unnu Þór Akureyri. Frammistaða liðsins var þó ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Tilkoma Atson gæti breytt því en hann er 24 ára gamall og kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hann lék með liði St. Francis og skoraði tæplega 15 stig í leik.

Atson hefur þegar hafið æfingar með Grindvíkingum og staðið sig vel, samkvæmt tilkynningu félagsins. Þar segir að vonir standi til þess að Atson fái leikheimild fyrir heimaleikinn við KR 21. október en þar með lítur út fyrir að Grindvíkingar verði án Atson í útileiknum við Val á fimmtudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×