Fleiri fréttir

Fjögur lið geta enn fylgt Serbunum í undanúrslitin

Það er bara ein umferð eftir af milliriðli eitt á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu og heimamenn hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Úrslit dagsins þýða það hinsvegar að fjögur lið eiga nú möguleika á því að fylgja Serbum í að spila um verðlaun.

Sveinbjörn Jónasson gengur til liðs við Fram

Markakóngur 1. deildar í knattspyrnu síðastliðið sumar, Sveinbjörn Jónasson, hefur gengið til liðs við Fram frá Þrótti Reykjavík. Sveinbjörn, sem verður 26 ára á árinu, skrifaði undir eins árs saming við Safamýrarliðið í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram.

3 milljarða kr. kauptilboði Chelsea í Brasilíumann var hafnað

Forráðamenn Shakhtar Donestsk frá Úkraínu hafa staðfest að enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hafi lagt inn formlegt kauptilboð í miðjumanninn Willian Borges da Silva. Brasilíumaðurinn er sókndjarfur miðjumaður og er hann aðeins 23 ára gamall. Chelsea hefur boðið 3,2 milljarða kr. eða sem nemur rétt um 17 milljónir punda í leikmanninn en því tilboði var hafnað.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 111-104

KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Poweradebikarsins með sigri á Snæfelli í tvíframlengdum leik 111-104 á heimavelli þar sem Joshua Brown fór á kostum með 49 stig.

Serbar fyrstir til að tryggja sig inn í undanúrslitin á EM

Serbía tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í handbolta í Serbíu eftir þriggja marka sigur á Svíþjóð, 24-21, í lokaleik dagsins í milliriðli eitt. Serbar er því komnir með sjö stig (af átta mögulegum) og hafa tveggja stiga forskot á Þjóðverja og þriggja stiga forskot á Dani þegar ein umferð er eftir. Svíar eru hinsvegar neðstir í milliriðlinum.

Enn allt galopið í riðli Íslands

Þó svo að Ísland sé meðal neðstu liða í milliriðli 2 á EM í Serbíu skilja aðeins þrjú stig á milli liðanna allra í riðlinum.

Balotelli fer fyrir aganefndina eftir traðkið á Parker

Mario Balotelli, framherji Manchester City, er líklega á leiðinni í leikbann á næstunni eftir að aganefnd enska knattspyrnusambandsins ákvað að kæra hann fyrir atvik í 3-2 sigri City á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Pavel-lausir Sundsvall-menn töpuðu á heimavelli

Sundsvall Dragons tapaði sínum þriðja leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið lá með sex stigum á heimavelli á móti Södertälje Kings, 78-84. Sundsvall hefði farið á toppinn með sigri en er nú í 5. sæti tveimur stigum á eftir toppliðum Borås og Södertälje.

Makedóníumenn héldu út á móti Pólverjum

Makedónía vann tveggja marka sigur á Póllandi 27-25, í fyrsta leik dagsins í milliriðli eitt á EM í handbolta í Serbíu. Makedónía var sex mörkum yfir í hálfleik og náði að hanga á forystunni í þeim seinni. Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn og gerðu það vel.

Stjóri Swansea: Gylfi smellpassar í liðið

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Swansea, er hæstánægður með frammistöðu Hafnfirðingsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Gylfi Þór var í fyrsta sinn í byrjunarliði Swansea þegar liðið tapaði 2-0 gegn Sunderland og stóð að margra mati upp úr í liði sínu.

Serbar og Þjóðverjar eru í dauðfæri á EM í Serbíu | þrír leikir í dag

Þrír leikir fara fram í milliriðli A á Evrópumeistaramótinu í handbolta karla í Serbíu í dag. Þjóðverjar og Serbar eru í tveimur efstu sætum riðilsins með 5 stig. Tvö efstu sætin tryggja sæti í undanúrslitum en efsta liðið í A-riðli leikur gegn liði nr. 2 í B-riðli, og lið nr. 2 úr A-riðli leikur gegn efsta liðinu úr B-riðli þar sem Íslendingar eru.

Milan eltir Juventus eins og skugginn - Zlatan með tvö

Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö mörk þegar AC Milan lagði botnlið Novara 3-0 á útivelli í Serie A á sunnudag. Grannarnir í Inter halda áfram að klóra í bakkann eftir hræðilega byrjun á tímabilinu en liðið lagði Lazio 2-1 á San Siro í gærkvöld.

Meiðslalisti Man Utd lengist | Jones verður frá í nokkrar vikur

Sigur Manchester United gegn Arsenal í gær í ensku úrvalsdeildinni tók sinn toll en fjórir leikmenn Englandsmeistaraliðs Man Utd meiddust í 2-1 sigri liðsins á Emirates leikvanginum í London. Varnarmaðurinn Phil Jones meiddist illa á ökkla og verður hann frá í allt að fjórar vikur en liðbönd sködduðust. Enski landsliðsmaðurinn var borinn af leikvelli eftir aðeins 15 mínútur.

Öll mörkin og tilþrifin úr enska boltanum eru á Vísi

Spennan í ensku úrvalsdeildinni er gríðarleg og tveir íslenskir leikmenn náðu að skora mark um helgina fyrir lið sín. Grétar Rafn Steinsson skoraði í 3-1 sigri Bolton gegn Liverpool, og Heiðar Helguson skoraði fyrir QPR í 3-1 sigri gegn Wigan. Þeir sem að misstu af enska boltanum á Stöð 2 sport um helgina þurfa ekki að örvænta því öll mörkin eru aðgengileg á Vísi.

David Winnie: Sigursteinn var frábær manneskja

David Winnie sem lék knattspyrnu með KR árin 1998 til 2000 segir að það hafi verið sárt að frétta af andláti fyrrverandi samherja síns Sigursteins Gíslasonar. Sem kunnugt er lést Sigursteinn í síðustu viku aðeins 43 ára eftir baráttu við krabbamein.

Serena Williams úr leik í Ástralíu

Óvænt úrslit urðu á Opna ástralska mótinu í tennis í nótt þegar Serena Williams beið lægri hlut gegn Ekaterinu Makarovu frá Rússlandi í tveimur settum, 6-2 og 6-3.

Kári eftirsóttur í Frakklandi og Englandi

Tvö félög úr frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og tvö úr ensku B-deildinni hafa lýst yfir áhuga Kára Árnasyni leikmanni Aberdeen í Skotlandi. David Winnie umboðsmaður Kára staðfesti þetta í samtali við Stöð 2 en vildi ekki gefa upp um hvaða félög væri að ræða.

Lakers tapaði þriðja leiknum í röð | Miami tapaði á heimavelli

Aðeins fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar tapaði Los Angeles Lakers sínum þriðja leik í röð. Lakers tapaði 98-96 gegn Indiana á heimavelli. Miami tapaði einnig óvænt í gær á heimavelli gegn Milwaukee, 91-82. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers en það dugði ekki til.

Má skjóta bleikju með haglabyssu?

Það er ekki stefna okkar hér á Veiðivísi að setja okkur í stöðu gagnrýnanda en við ætlum þó að gera undantekningu á því núna. Á Pressunni þann 22. janúar er mynd af manni með bleikju sem á að hafa verið skotin. Enda sést ekki betur en að "veiðimaðurinn" haldi á illa farinni bleikju og skotvopni.

Wenger: Ég þarf ekki að réttlæta hverja einustu ákvörðun

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist ekki þurfa að réttlæta ákvörðun sína um að skipta Alex Oxlade-Chamberlain af velli fyrir Rússann Andrei Arshavin í 2-1 tapi gegn Manchester United í gær. Skipting vakti hörð viðbrögð meðal fjölmargra stuðningsmanna Lundúnarliðsins og virtist fyrirliðinn Robin van Persie bæði undrandi og ósáttur við skiptinguna.

Giants og Patriots leika til úrslita í Ofurskálarleiknum

New York Giants og New England Patriots leika til úrslita í Ofurskálarleiknum í NFL deildinni í Bandaríkjunum. Patriots lagði Baltimore Ravens 23-20 í undanúrslitum, og Giants hafði betur 20-17 í framlengdum leik gegn San Francisco 49‘ers. Ofurskálarleikurinn, eða Superbowl, fer fram í Indianapolis þann 5. febrúar.

Þórir: Ekki hættir í þessari keppni

"Þetta er mun skemmtilegra núna en í síðustu leikjum. Það var allt annar hugur í okkur núna. Við vildum sýna þjóðinni og okkur sjálfum að við værum ekkert hættir í þessari keppni," sagði hornamaðurinn frá Selfossi, Þórir Ólafsson, en hann skoraði fjögur mörk í leiknum gegn Ungverjum í gær.

Ólafur Bjarki og Rúnar: Mjög gaman að skora

Kjúklingarnir í íslenska landsliðshópnum fengu nánast allir að spila í sigrinum glæsilega gegn Ungverjum í gær. Þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Rúnar Kárason fengu nokkuð að spila og Ólafur Guðmundsson kom inn undir restina. Aðeins Aron Rafn Eðvarðsson fékk ekki tækifærið í dag.

Þeir áttu ekki séns í okkur

"Svona þekkjum við okkur en þetta kemur ekki af sjálfu sér,“ sagði varnarjaxlinn Sverre Jakobsson en varnarleikurinn hrökk loksins almennilega í gang í Ungverjaleiknum í gær.

Strákarnir mættir aftur

Eftir slaka leiki gegn Noregi og Slóveníu sýndu strákarnir okkar sitt rétta andlit í gær er þeir völtuðu yfir sterka Ungverja, 27-21, í fyrsta leik Íslands í milliriðli. Vörnin og markvarslan small loksins og ungu strákarnir sýndu sig og sönnuðu.

Vel heppnaðir Reykjavíkurleikar

Reykjavíkurleikarnir fóru fram í fimmta sinn nú um helgina og tókst framkvæmdin vel. Tvö þúsund íslenskir keppendur tóku þátt og 400 erlendir keppendur frá 20 löndum. Samtals var keppt í sextán keppnisgreinum en þrjár nýjar greinar voru á leikunum í ár.

Nýtt met og á leið til Lundúna

Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, bætti í gær Íslandsmetið í 200 m baksundi á Reykjavíkurleikunum. Hún synti á 2:13,04 og bætti gamla metið sem hún átti sjálf um tæpar tvær sekúndur.

Ungverjar teknir í bakaríið | Myndir

Strákarnir okkar sýndu og sönnuðu í dag að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum. Þeir unnu magnaðan sigur á Ungverjum, 27-21, og eru þar með komnir á blað í sínum milliriðli á EM í Serbíu.

Anton og Hlynur dæma í Belgrad á morgun

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu á morgun dæma viðrureign Póllands og Makedóníu í milliriðli 1 á Evrópumeistaramótinu í handbolta.

Ný læknismeðferð kom Hemma aftur í boltann

Stefán H. Stefánsson sjúkraþjálfari sem kom Hermanni Hreiðarssyni aftur á knattspyrnuvöllinn eftir slitna hásin notaðist við nýja meðferð sem hann þróar í mastersverkefni sínu.

Tindastóll og KFÍ áfram í bikarnum

Þrír leikir fóru fram í Powerade-bikar karla í dag og einn í kvennaflokki. Gott gengi Tindastóls hélt áfram en liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigri á Njarðvík á heimavelli.

Spánverjar fyrstir til að vinna Króata

Spánn vann í dag gríðarlega mikilvægan sigur á Króatíu á EM í handbolta og tók þar með stórt skref í átt að undanúrslitum keppninnar.

Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Keflavík 83-102

Keflavík var ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Fjölnismenn af velli, 102-83, í 8-liða úrslitum Powerade-bikarnum. Keflvíkingar voru yfir allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Fjölnismenn voru einfaldlega ekki nægilega sterkir líkamlega og réðu ekkert við suðurnesjamenn.

Naumur sigur Frakka á Slóvenum

Frakkland er rétt eins og Ísland komið á blað í milliriðli 2 á EM í Serbíu en liðið vann í dag afar nauman sigur á Slóveníu, 28-26.

Sjá næstu 50 fréttir