Handbolti

Þrír þurftu að hvíla á æfingu í dag en Arnór var með

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Arnór Atlason harkaði af sér og var með á æfingu í dag.
Arnór Atlason harkaði af sér og var með á æfingu í dag. Mynd/Vilhelm
Álagið á EM er farið að segja til sín hjá strákunum okkar. Þrír leikmenn hvíldu á æfingu liðsins í dag en hörkutólið Arnór Atlason æfði þó svo hann sé slæmur í bakinu.

Þeir Alexander Petersson, Aron Pálmarsson og Þórir Ólafsson hvíldu allir að þessu sinni. Engu að síður munu þeir allir spila á morgun.

Alexander mun þó klárlega ekki byrja leikinn og kemur í ljós er á líður hversu mikið hann getur beitt sér að þessu sinni.

Ísland mætir Spáni á morgun og þarf á öllum sínum mönnum að halda í þeim leik enda hafa Spánverjar leikið best allra á mótinu til þessa.

Þeir hafa gríðarlega breidd og til marks um það skoruðu níu leikmenn fyrir spænska liðið í fyrri hálfleik gegn Króatíu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×