Handbolti

Anton og Hlynur dæma í Belgrad á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anton Gylfi Pálsson.
Anton Gylfi Pálsson. Mynd/Valli
Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu á morgun dæma viðrureign Póllands og Makedóníu í milliriðli 1 á Evrópumeistaramótinu í handbolta.

Þeir félagar hafa staðið sig vel á mótinu til þessa, sérstaklega þar sem þeir hafa fengið jafna og spenanandi leiki hingað til.

Leikurinn hefst klukkan 15.20 á morgun en Pólverjar þurfa á sigri að halda til að halda í vonina um sæti í undanúrslitum. Pólland er í þriðja sæti riðilsins með þrjú stig en Makedónía er í því neðsta með eitt stig.

Þetta er mikil viðurkenning fyrir þá Anton og Hlyn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×