Enski boltinn

3 milljarða kr. kauptilboði Chelsea í Brasilíumann var hafnað

Willian Borges da Silva hefur vakið athygli stórliða í Evrópu en Brasilíumaðurinn hefur leikið vel með Shaktar Donestsk í Úkraínu.
Willian Borges da Silva hefur vakið athygli stórliða í Evrópu en Brasilíumaðurinn hefur leikið vel með Shaktar Donestsk í Úkraínu. AFP
Forráðamenn Shakhtar Donestsk frá Úkraínu hafa staðfest að enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hafi lagt inn formlegt kauptilboð í miðjumanninn Willian Borges da Silva. Brasilíumaðurinn er sókndjarfur miðjumaður og er hann aðeins 23 ára gamall. Chelsea hefur boðið 3,2 milljarða kr. eða sem nemur rétt um 17 milljónir punda í leikmanninn en því tilboði var hafnað.

Shakhtar Donestsk hefur titil að verja í deildarkeppninni í heimalandinu og liðið hefur vakið athygli fyrir ágætan árangur í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár. Forráðamenn liðsins hafa ekki mikinn áhuga á að selja nema að gott tilboð komi í kappann og hafa þeir sett 5,6 milljarða kr. verðmiða á leikmanninn – eða sem nemur 29 milljónum punda.

Stjórnarformaður liðsins segir í samtali við enska dagblaðið Daily Mail að félagið hafi ekki brennandi áhuga á að losa sig við leikmanninn en það geti allt gerst í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×