Strákarnir mættir aftur Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar 23. janúar 2012 07:00 Björgvin Páll Gústavsson gladdist með liðsfélögum sínum eftir sigurinn glæsilega á Ungverjum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Þegar búið er að lemja strákana okkar niður og þjóðin missir trú á þeim þá rísa þeir venjulega upp. Á því varð engin undantekning í gær er strákarnir spiluðu frábæran leik gegn Ungverjum og pökkuðu saman liðinu sem er búið að vinna Frakka og gera jafntefli við Spánverja á EM. Það var allt annað að sjá til liðsins í gær en þetta var besti leikur liðsins á mótinu til þessa. Vörnin aldrei verið sterkari, markvarslan var loksins eðlileg og sóknarleikurinn sem fyrr frábærlega útfærður. Svo má ekki geyma að liðið var án Alexanders Peterssonar og Aron Pálmarsson spilaði mjög þjáður. Leikgleðin skein úr hverju andlitiFyrsta korterið í leiknum var ekki nógu gott en eftir það tóku strákarnir öll völd á vellinum og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. Í síðari hálfleik héldu strákarnir uppteknum hætti og náðu mest sjö marka forskoti. Ungverjar náðu aldrei að ógna strákunum á nokkurn hátt og þægilegur sigur í höfn. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með strákunum í gær. Leikgleðin skein úr hverju andliti og menn tilbúnir að fórna sér hver fyrir annan. Samvinnan í varnarleiknum var algjörlega frábær og ekki veikan hlekk að finna. Björgvin Páll sýndi svo þann karakter sem hann býr yfir með því að rífa sig upp og verja marga frábæra bolta. Þar af tvö víti. Arnór eins og stríðsmaðurArnór lamdi menn áfram eins og harðfisk og hreint magnað að fylgjast með þessum mikla stríðsmanni á vellinum. Algjörlega til fyrirmyndar. Slíkt hið sama má segja um fyrirliðann Guðjón Val sem fór fyrir liðinu með jákvæðu hugarfari daginn fyrir leik og hefur svo látið verkin tala á vellinum með hverjum stórleiknum á fætur öðrum. Ásgeir Örn leysti Alexander af hólmi og var algjörlega frábær í vörninni og spilaði vel. Aron skilaði góðu verki þrátt fyrir meiðsli og Þórir klúðrar vart skoti. Róbert líka búinn að vera magnaður og stóð vaktina á báðum endum vel. Vignir Svavarsson hefur svo verið frábær í vörn og skorað gríðarlega mikilvæg hraðaupphlaupsmörk. Virkilega gaman að fylgjast með honum. Ungu strákarnir voru síðan áræðnir og komu sprækir inn. Það var allt jákvætt við þennan frábæra sigur liðsheildarinnar. Haldi liðið áfram á þessari braut mun það velgja Spánverjum og Frökkum undir uggum. Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Sjá meira
Þegar búið er að lemja strákana okkar niður og þjóðin missir trú á þeim þá rísa þeir venjulega upp. Á því varð engin undantekning í gær er strákarnir spiluðu frábæran leik gegn Ungverjum og pökkuðu saman liðinu sem er búið að vinna Frakka og gera jafntefli við Spánverja á EM. Það var allt annað að sjá til liðsins í gær en þetta var besti leikur liðsins á mótinu til þessa. Vörnin aldrei verið sterkari, markvarslan var loksins eðlileg og sóknarleikurinn sem fyrr frábærlega útfærður. Svo má ekki geyma að liðið var án Alexanders Peterssonar og Aron Pálmarsson spilaði mjög þjáður. Leikgleðin skein úr hverju andlitiFyrsta korterið í leiknum var ekki nógu gott en eftir það tóku strákarnir öll völd á vellinum og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. Í síðari hálfleik héldu strákarnir uppteknum hætti og náðu mest sjö marka forskoti. Ungverjar náðu aldrei að ógna strákunum á nokkurn hátt og þægilegur sigur í höfn. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með strákunum í gær. Leikgleðin skein úr hverju andliti og menn tilbúnir að fórna sér hver fyrir annan. Samvinnan í varnarleiknum var algjörlega frábær og ekki veikan hlekk að finna. Björgvin Páll sýndi svo þann karakter sem hann býr yfir með því að rífa sig upp og verja marga frábæra bolta. Þar af tvö víti. Arnór eins og stríðsmaðurArnór lamdi menn áfram eins og harðfisk og hreint magnað að fylgjast með þessum mikla stríðsmanni á vellinum. Algjörlega til fyrirmyndar. Slíkt hið sama má segja um fyrirliðann Guðjón Val sem fór fyrir liðinu með jákvæðu hugarfari daginn fyrir leik og hefur svo látið verkin tala á vellinum með hverjum stórleiknum á fætur öðrum. Ásgeir Örn leysti Alexander af hólmi og var algjörlega frábær í vörninni og spilaði vel. Aron skilaði góðu verki þrátt fyrir meiðsli og Þórir klúðrar vart skoti. Róbert líka búinn að vera magnaður og stóð vaktina á báðum endum vel. Vignir Svavarsson hefur svo verið frábær í vörn og skorað gríðarlega mikilvæg hraðaupphlaupsmörk. Virkilega gaman að fylgjast með honum. Ungu strákarnir voru síðan áræðnir og komu sprækir inn. Það var allt jákvætt við þennan frábæra sigur liðsheildarinnar. Haldi liðið áfram á þessari braut mun það velgja Spánverjum og Frökkum undir uggum.
Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Sjá meira