Fótbolti

Ný læknismeðferð kom Hemma aftur í boltann

Hans Steinar Bjarnason skrifar
Stefán H. Stefánsson sjúkraþjálfari sem kom Hermanni Hreiðarssyni aftur á knattspyrnuvöllinn eftir slitna hásin notaðist við nýja meðferð sem hann þróar í mastersverkefni sínu.

Stefán auglýsir eftir sjúklingum til að taka þátt í rannsókn á hásinavandamálum. Hann telur að Hermann geti spilað í enska boltanum fram yfir fertugt.

Stefán vinnur að þróun á meðferð hásinavandamála í mastersnámi í hreyfivísindum hjá háskóla Íslands. Hermann hefur slitið hásin á báðum fótum undanfarin tvö ár en í seinna skiptið gekk honum illa að ná sér eftir meiðslin. Það var ekki fyrr en Stefán prófaði nýja aðferð sem Hermann gat byrjað að æfa fótbolta aftur.

Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til sjá viðtalið við Stefán í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×