Handbolti

Þeir áttu ekki séns í okkur

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Íslenska vörnin var afar þétt í gær.
Íslenska vörnin var afar þétt í gær. Mynd/Vilhelm
„Svona þekkjum við okkur en þetta kemur ekki af sjálfu sér," sagði varnarjaxlinn Sverre Jakobsson en varnarleikurinn hrökk loksins almennilega í gang í Ungverjaleiknum í gær.

„Við horfðum mikið á leikinn gegn Ungverjum frá því fyrir ári síðan. Þá spiluðum við vel og náðum að kalla það fram aftur. Stemningin var til staðar og Bjöggi fylgir síðan með fína markvörslu. Það var mikið meira öryggi yfir varnarleiknum í dag og allir hjálpuðust að. Það var ótrúlega gaman að vera með í þessu. Þeir áttu ekki séns í okkur."

Það voru ansi margir búnir að afskrifa íslenska liðið fyrir leikinn en þegar slíkt gerist þá bítur þetta lið venjulega frá sér.

„Við ákváðum að horfa á okkur sjálfa og sýna að við kunnum þetta enn. Erum ekki allt í einu orðnir lélegir í handbolta. Allir heima áttu skilið að fá þetta frá okkur fyrir allan stuðninginn. Þetta gerir síðan mjög mikið fyrir okkur. Sjálfstraustið kemur aftur og stemningin eykst. Léttleikinn verður meiri og þetta er gaman núna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×