Handbolti

Ungverjar teknir í bakaríið | Myndir

Mynd/Vilhelm
Strákarnir okkar sýndu og sönnuðu í dag að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum. Þeir unnu magnaðan sigur á Ungverjum, 27-21, og eru þar með komnir á blað í sínum milliriðli á EM í Serbíu.

Íslensku landsliðsmennirnir voru svekktir eftir tapleikinn gegn Slóveníu á föstudaginn sem kostaði þá tvö stig í milliriðlakeppninni. En þeir rifu sig upp eftir tapið og spiluðu glimrandi góðan handbolta gegn sterku liði Ungverja í dag.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, er í Novi Sad í Serbíu og tók þessar myndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×