Handbolti

Enn allt galopið í riðli Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Þó svo að Ísland sé meðal neðstu liða í milliriðli 2 á EM í Serbíu skilja aðeins þrjú stig á milli liðanna allra í riðlinum.

Tvö efstu liðin komast áfram í undanúrslit en alls eru sex lið í riðlinum. Tvær umferðir eru eftir og því margir möguleikar enn í stöðunni.

Ísland getur mest komist í sex stig en yfirleitt dugar það ekki til að komast áfram. Það hefur þó gerst áður (tvisvar í átján ára sögu EM) en til þess þurfa úrslit annarra leikja að vera Íslandi í hag.

Ef fleiri en eitt lið enda jöfn að stigum ræður árangur í innbyrðisviðureignum um hvort liðið verði ofar í töflunni. Það væri því Íslandi í hag að enda jöfn að stigum með liðum sem strákarnir hafa unnið.

Það mun mikið ráðast á morgundeginum hvernig landið mun liggja fyrir strákunum. Fyrsta hindrunin verður að vinna Spánverja. Ef það tekst verður bara að bíða og sjá til hvaða möguleikar verða í boði fyrir strákana þegar en Ísland mætir Frakklandi á fimmtudaginn.

Úrslit, dagskrá og staðan í öllum riðlum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×