Enski boltinn

Meiðslalisti Man Utd lengist | Jones verður frá í nokkrar vikur

Leikmenn Man Utd fagna hér marki sem þeir skoruðu gegn Arsenal í gær.
Leikmenn Man Utd fagna hér marki sem þeir skoruðu gegn Arsenal í gær. Getty Images / Nordic Photos
Sigur Manchester United gegn Arsenal í gær í ensku úrvalsdeildinni tók sinn toll en fjórir leikmenn Englandsmeistaraliðs Man Utd meiddust í 2-1 sigri liðsins á Emirates leikvanginum í London. Varnarmaðurinn Phil Jones meiddist illa á ökkla og verður hann frá í allt að fjórar vikur en liðbönd sködduðust. Enski landsliðsmaðurinn var borinn af leikvelli eftir aðeins 15 mínútur.

Portúgalski landsliðsmaðurinn Nani fór af leikvelli um miðjan síðari hálfleik og er óvíst hve alvarleg meiðsli hans eru. Enski landsliðsframherjinn Wayne Rooney haltraði af leikvelli í leikslok og félagi hans úr enska landsliðinu, Michael Carrick, virtist vera tognaður í aftanverðum lærvöðva í leikslok.

Meiðslalisti Man Utd var langur fyrir leikinn gegn Arsenal og ljóst að Sir Alex Ferguson getur ekki stillt upp sínu sterkasta liði á næstunni. „Þetta eru ekki góða fréttir fyrir okkur," sagði Ferguson í gær en tveir af lykilmönnum liðsins eru frá út leiktíðina vegna meiðsla og veikinda, Nemanja Vidic og Darren Fletcher.

Rio Ferdinand, Anderson, Tom Cleverley, Ashley Young og Michael Owen hafa allir verið meiddir að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×