Drogba kom sínum mönnum til bjargar - Manucho með glæsimark Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2012 11:00 Didier Drogba skoraði eina mark Fílabeinsstrandarinnar sem marði 1-0 sigur á Súdan í B-riðli Afríkukeppninnar í gær. Í hinum leik riðilsins skoraði Manucho sigurmark Angóla í 2-1 sigri á Búrkína Fasó. Fílabeinsströndin er líkt og oft áður talin líkleg til afreka í Afríkukeppninni sem fram fer í Gabon og Miðbaugs-Gíneu næstu þrjár vikurnar. Þrátt fyrir að 102 sæti skilji Fílabeinsströndina og Súdan að á styrkleikalista FIFA var aðeins eitt mark sem skildi liðin að þegar upp var staðið. Salomon Kalou, leikmaður Chelsea, sendi fyrir á kollega sinn hjá Lundúnarliðinu og Drogba var ekki í vandræðum með að skalla knöttinn í netið. Drogba hefur nú skorað í fjórum Afríkukeppnum í röð en keppnin fer fram á tveggja ára fresti. Mark Drogba má sjá hér. Til marks um sterkt lið Fílabeinsstrandarinnar fagnaði Drogba markinu ákaft með Yaya Toure, leikmanni Manchester City. Gervinho, leikmaður Arsenal, hefði svo getað gulltryggt sigur sinna manna þegar hann komst í gott færi. Markvörður Súdan sá við honum. Þrátt fyrir að lið Fílabeinsstrandarinnar sé stjörnum prýtt var ekki uppselt á 16 þúsund manna leikvanginn í Malabo í gær. Talið er að hátt miðaverð hafi þar mikið að segja. Rúmar 1.200 krónur kostar á völlinn í riðlakeppninni.Manucho á skotskónum Í hinum leik gærdagsins sigraði Angóla lið Búrkína Fasó með tveimur mörkum gegn einu. Manucho, fyrrum liðsmaður Manchester United sem nú spilar í Tyrklandi á láni frá Real Valladolid á Spáni, skoraði sigurmark Angóla með hörkuskoti af löngu færi. Afríkukeppnin hófst á laugardag með tveimur leikjum í A-riðli. Heimamenn í Miðbaugs-Gíneu unnu óvæntan 1-0 sigur á Líbíu. Þá vann Zambía einnig óvænta 2-1 sigur á Senegal sem þótti líklegt til afreka fyrir keppnina. Í dag fara fram tveir leikir í C-riðli. Reiknað er með fullu húsi þegar heimamenn í Gabon taka á móti Níger á nýlegum 45 þúsund manna leikvangi í Libreville. Þá mætast Marokkó og Túnis. Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira
Didier Drogba skoraði eina mark Fílabeinsstrandarinnar sem marði 1-0 sigur á Súdan í B-riðli Afríkukeppninnar í gær. Í hinum leik riðilsins skoraði Manucho sigurmark Angóla í 2-1 sigri á Búrkína Fasó. Fílabeinsströndin er líkt og oft áður talin líkleg til afreka í Afríkukeppninni sem fram fer í Gabon og Miðbaugs-Gíneu næstu þrjár vikurnar. Þrátt fyrir að 102 sæti skilji Fílabeinsströndina og Súdan að á styrkleikalista FIFA var aðeins eitt mark sem skildi liðin að þegar upp var staðið. Salomon Kalou, leikmaður Chelsea, sendi fyrir á kollega sinn hjá Lundúnarliðinu og Drogba var ekki í vandræðum með að skalla knöttinn í netið. Drogba hefur nú skorað í fjórum Afríkukeppnum í röð en keppnin fer fram á tveggja ára fresti. Mark Drogba má sjá hér. Til marks um sterkt lið Fílabeinsstrandarinnar fagnaði Drogba markinu ákaft með Yaya Toure, leikmanni Manchester City. Gervinho, leikmaður Arsenal, hefði svo getað gulltryggt sigur sinna manna þegar hann komst í gott færi. Markvörður Súdan sá við honum. Þrátt fyrir að lið Fílabeinsstrandarinnar sé stjörnum prýtt var ekki uppselt á 16 þúsund manna leikvanginn í Malabo í gær. Talið er að hátt miðaverð hafi þar mikið að segja. Rúmar 1.200 krónur kostar á völlinn í riðlakeppninni.Manucho á skotskónum Í hinum leik gærdagsins sigraði Angóla lið Búrkína Fasó með tveimur mörkum gegn einu. Manucho, fyrrum liðsmaður Manchester United sem nú spilar í Tyrklandi á láni frá Real Valladolid á Spáni, skoraði sigurmark Angóla með hörkuskoti af löngu færi. Afríkukeppnin hófst á laugardag með tveimur leikjum í A-riðli. Heimamenn í Miðbaugs-Gíneu unnu óvæntan 1-0 sigur á Líbíu. Þá vann Zambía einnig óvænta 2-1 sigur á Senegal sem þótti líklegt til afreka fyrir keppnina. Í dag fara fram tveir leikir í C-riðli. Reiknað er með fullu húsi þegar heimamenn í Gabon taka á móti Níger á nýlegum 45 þúsund manna leikvangi í Libreville. Þá mætast Marokkó og Túnis.
Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira