Drogba kom sínum mönnum til bjargar - Manucho með glæsimark Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2012 11:00 Didier Drogba skoraði eina mark Fílabeinsstrandarinnar sem marði 1-0 sigur á Súdan í B-riðli Afríkukeppninnar í gær. Í hinum leik riðilsins skoraði Manucho sigurmark Angóla í 2-1 sigri á Búrkína Fasó. Fílabeinsströndin er líkt og oft áður talin líkleg til afreka í Afríkukeppninni sem fram fer í Gabon og Miðbaugs-Gíneu næstu þrjár vikurnar. Þrátt fyrir að 102 sæti skilji Fílabeinsströndina og Súdan að á styrkleikalista FIFA var aðeins eitt mark sem skildi liðin að þegar upp var staðið. Salomon Kalou, leikmaður Chelsea, sendi fyrir á kollega sinn hjá Lundúnarliðinu og Drogba var ekki í vandræðum með að skalla knöttinn í netið. Drogba hefur nú skorað í fjórum Afríkukeppnum í röð en keppnin fer fram á tveggja ára fresti. Mark Drogba má sjá hér. Til marks um sterkt lið Fílabeinsstrandarinnar fagnaði Drogba markinu ákaft með Yaya Toure, leikmanni Manchester City. Gervinho, leikmaður Arsenal, hefði svo getað gulltryggt sigur sinna manna þegar hann komst í gott færi. Markvörður Súdan sá við honum. Þrátt fyrir að lið Fílabeinsstrandarinnar sé stjörnum prýtt var ekki uppselt á 16 þúsund manna leikvanginn í Malabo í gær. Talið er að hátt miðaverð hafi þar mikið að segja. Rúmar 1.200 krónur kostar á völlinn í riðlakeppninni.Manucho á skotskónum Í hinum leik gærdagsins sigraði Angóla lið Búrkína Fasó með tveimur mörkum gegn einu. Manucho, fyrrum liðsmaður Manchester United sem nú spilar í Tyrklandi á láni frá Real Valladolid á Spáni, skoraði sigurmark Angóla með hörkuskoti af löngu færi. Afríkukeppnin hófst á laugardag með tveimur leikjum í A-riðli. Heimamenn í Miðbaugs-Gíneu unnu óvæntan 1-0 sigur á Líbíu. Þá vann Zambía einnig óvænta 2-1 sigur á Senegal sem þótti líklegt til afreka fyrir keppnina. Í dag fara fram tveir leikir í C-riðli. Reiknað er með fullu húsi þegar heimamenn í Gabon taka á móti Níger á nýlegum 45 þúsund manna leikvangi í Libreville. Þá mætast Marokkó og Túnis. Fótbolti Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Didier Drogba skoraði eina mark Fílabeinsstrandarinnar sem marði 1-0 sigur á Súdan í B-riðli Afríkukeppninnar í gær. Í hinum leik riðilsins skoraði Manucho sigurmark Angóla í 2-1 sigri á Búrkína Fasó. Fílabeinsströndin er líkt og oft áður talin líkleg til afreka í Afríkukeppninni sem fram fer í Gabon og Miðbaugs-Gíneu næstu þrjár vikurnar. Þrátt fyrir að 102 sæti skilji Fílabeinsströndina og Súdan að á styrkleikalista FIFA var aðeins eitt mark sem skildi liðin að þegar upp var staðið. Salomon Kalou, leikmaður Chelsea, sendi fyrir á kollega sinn hjá Lundúnarliðinu og Drogba var ekki í vandræðum með að skalla knöttinn í netið. Drogba hefur nú skorað í fjórum Afríkukeppnum í röð en keppnin fer fram á tveggja ára fresti. Mark Drogba má sjá hér. Til marks um sterkt lið Fílabeinsstrandarinnar fagnaði Drogba markinu ákaft með Yaya Toure, leikmanni Manchester City. Gervinho, leikmaður Arsenal, hefði svo getað gulltryggt sigur sinna manna þegar hann komst í gott færi. Markvörður Súdan sá við honum. Þrátt fyrir að lið Fílabeinsstrandarinnar sé stjörnum prýtt var ekki uppselt á 16 þúsund manna leikvanginn í Malabo í gær. Talið er að hátt miðaverð hafi þar mikið að segja. Rúmar 1.200 krónur kostar á völlinn í riðlakeppninni.Manucho á skotskónum Í hinum leik gærdagsins sigraði Angóla lið Búrkína Fasó með tveimur mörkum gegn einu. Manucho, fyrrum liðsmaður Manchester United sem nú spilar í Tyrklandi á láni frá Real Valladolid á Spáni, skoraði sigurmark Angóla með hörkuskoti af löngu færi. Afríkukeppnin hófst á laugardag með tveimur leikjum í A-riðli. Heimamenn í Miðbaugs-Gíneu unnu óvæntan 1-0 sigur á Líbíu. Þá vann Zambía einnig óvænta 2-1 sigur á Senegal sem þótti líklegt til afreka fyrir keppnina. Í dag fara fram tveir leikir í C-riðli. Reiknað er með fullu húsi þegar heimamenn í Gabon taka á móti Níger á nýlegum 45 þúsund manna leikvangi í Libreville. Þá mætast Marokkó og Túnis.
Fótbolti Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira