Di Canio rekinn af vellii í þriðja skipti á tímabilinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2012 14:00 Paolo Di Canio, þjálfari Swindon Town í ensku D-deildinni, segist ekki ætla að breyta neinu í háttum sínum þrátt fyrir að hafa verið sendur upp í stúku í þriðja skiptið á tímabilinu um helgina. Di Canio mótmælti kröfuglega þegar hann taldi lið sitt eiga skilið vítaspyrnu í 1-0 sigri á Macclesfield um helgina. „Ég er ástríðufullur maður og ef ég vil sveifla höndunum út í loftið stöðvar mig enginn," sagði Di Canio við fjölmiðla. Ítalinn var ekki síður ástríðufullur leikmaður en hann kom víða við á löngum ferli. Juventus, Lazio, Celtic og West Ham voru meðal nokkurra félaga sem nutu þjónustu Di Canio sem hefur ekki leynt fasískum skoðunum sínum í gegnum tíðina. Di Canio sást einnig sparka í afturenda framherjans Matt Ritchie þegar hann gekk af velli í hálfleik. „Ef knattspyrnusambandið ákærir mig mun ég áfrýja því ef þetta verðskuldaði brottvísun þá verð ég rekinn upp í stúku í hverri viku," sagði Di Canio og bætti við: „Þótt þeir reki mig upp í stúku 25 sinnum skiptir það ekki máli því ég stýri frábæru liði og við munum engu að síður vinna deildina," sagði Ítalinn skapheiti. Því fer fjarri að þetta sé í fyrsta skipti sem Di Canio kemst í fréttirnar fyrir brot á lögum knattspyrnunnar. Fyrr í vetur lenti honum saman við leikmann sinn. Þá var hann ákærður af knattspyrnusambandinu fyrir að hlaupa inn á völlinn til að fagna sigurmarki á gamlársdag. Frægasta atvik Di Canio í enska boltanum var þó þegar hann ýtti dómaranum Paul Alcock í leik Sheffield Wednesday gegn Arsenal árið 1998. Hann uppskar 11 leikja bann og sekt. Atvikið má sjá hér. Swindon situr í fjórða sæti D-deildarinnar að loknum 26 leikjum, þremur stigum á eftir Southend sem vermir toppsætið. Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Paolo Di Canio, þjálfari Swindon Town í ensku D-deildinni, segist ekki ætla að breyta neinu í háttum sínum þrátt fyrir að hafa verið sendur upp í stúku í þriðja skiptið á tímabilinu um helgina. Di Canio mótmælti kröfuglega þegar hann taldi lið sitt eiga skilið vítaspyrnu í 1-0 sigri á Macclesfield um helgina. „Ég er ástríðufullur maður og ef ég vil sveifla höndunum út í loftið stöðvar mig enginn," sagði Di Canio við fjölmiðla. Ítalinn var ekki síður ástríðufullur leikmaður en hann kom víða við á löngum ferli. Juventus, Lazio, Celtic og West Ham voru meðal nokkurra félaga sem nutu þjónustu Di Canio sem hefur ekki leynt fasískum skoðunum sínum í gegnum tíðina. Di Canio sást einnig sparka í afturenda framherjans Matt Ritchie þegar hann gekk af velli í hálfleik. „Ef knattspyrnusambandið ákærir mig mun ég áfrýja því ef þetta verðskuldaði brottvísun þá verð ég rekinn upp í stúku í hverri viku," sagði Di Canio og bætti við: „Þótt þeir reki mig upp í stúku 25 sinnum skiptir það ekki máli því ég stýri frábæru liði og við munum engu að síður vinna deildina," sagði Ítalinn skapheiti. Því fer fjarri að þetta sé í fyrsta skipti sem Di Canio kemst í fréttirnar fyrir brot á lögum knattspyrnunnar. Fyrr í vetur lenti honum saman við leikmann sinn. Þá var hann ákærður af knattspyrnusambandinu fyrir að hlaupa inn á völlinn til að fagna sigurmarki á gamlársdag. Frægasta atvik Di Canio í enska boltanum var þó þegar hann ýtti dómaranum Paul Alcock í leik Sheffield Wednesday gegn Arsenal árið 1998. Hann uppskar 11 leikja bann og sekt. Atvikið má sjá hér. Swindon situr í fjórða sæti D-deildarinnar að loknum 26 leikjum, þremur stigum á eftir Southend sem vermir toppsætið.
Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira