Di Canio rekinn af vellii í þriðja skipti á tímabilinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2012 14:00 Paolo Di Canio, þjálfari Swindon Town í ensku D-deildinni, segist ekki ætla að breyta neinu í háttum sínum þrátt fyrir að hafa verið sendur upp í stúku í þriðja skiptið á tímabilinu um helgina. Di Canio mótmælti kröfuglega þegar hann taldi lið sitt eiga skilið vítaspyrnu í 1-0 sigri á Macclesfield um helgina. „Ég er ástríðufullur maður og ef ég vil sveifla höndunum út í loftið stöðvar mig enginn," sagði Di Canio við fjölmiðla. Ítalinn var ekki síður ástríðufullur leikmaður en hann kom víða við á löngum ferli. Juventus, Lazio, Celtic og West Ham voru meðal nokkurra félaga sem nutu þjónustu Di Canio sem hefur ekki leynt fasískum skoðunum sínum í gegnum tíðina. Di Canio sást einnig sparka í afturenda framherjans Matt Ritchie þegar hann gekk af velli í hálfleik. „Ef knattspyrnusambandið ákærir mig mun ég áfrýja því ef þetta verðskuldaði brottvísun þá verð ég rekinn upp í stúku í hverri viku," sagði Di Canio og bætti við: „Þótt þeir reki mig upp í stúku 25 sinnum skiptir það ekki máli því ég stýri frábæru liði og við munum engu að síður vinna deildina," sagði Ítalinn skapheiti. Því fer fjarri að þetta sé í fyrsta skipti sem Di Canio kemst í fréttirnar fyrir brot á lögum knattspyrnunnar. Fyrr í vetur lenti honum saman við leikmann sinn. Þá var hann ákærður af knattspyrnusambandinu fyrir að hlaupa inn á völlinn til að fagna sigurmarki á gamlársdag. Frægasta atvik Di Canio í enska boltanum var þó þegar hann ýtti dómaranum Paul Alcock í leik Sheffield Wednesday gegn Arsenal árið 1998. Hann uppskar 11 leikja bann og sekt. Atvikið má sjá hér. Swindon situr í fjórða sæti D-deildarinnar að loknum 26 leikjum, þremur stigum á eftir Southend sem vermir toppsætið. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Paolo Di Canio, þjálfari Swindon Town í ensku D-deildinni, segist ekki ætla að breyta neinu í háttum sínum þrátt fyrir að hafa verið sendur upp í stúku í þriðja skiptið á tímabilinu um helgina. Di Canio mótmælti kröfuglega þegar hann taldi lið sitt eiga skilið vítaspyrnu í 1-0 sigri á Macclesfield um helgina. „Ég er ástríðufullur maður og ef ég vil sveifla höndunum út í loftið stöðvar mig enginn," sagði Di Canio við fjölmiðla. Ítalinn var ekki síður ástríðufullur leikmaður en hann kom víða við á löngum ferli. Juventus, Lazio, Celtic og West Ham voru meðal nokkurra félaga sem nutu þjónustu Di Canio sem hefur ekki leynt fasískum skoðunum sínum í gegnum tíðina. Di Canio sást einnig sparka í afturenda framherjans Matt Ritchie þegar hann gekk af velli í hálfleik. „Ef knattspyrnusambandið ákærir mig mun ég áfrýja því ef þetta verðskuldaði brottvísun þá verð ég rekinn upp í stúku í hverri viku," sagði Di Canio og bætti við: „Þótt þeir reki mig upp í stúku 25 sinnum skiptir það ekki máli því ég stýri frábæru liði og við munum engu að síður vinna deildina," sagði Ítalinn skapheiti. Því fer fjarri að þetta sé í fyrsta skipti sem Di Canio kemst í fréttirnar fyrir brot á lögum knattspyrnunnar. Fyrr í vetur lenti honum saman við leikmann sinn. Þá var hann ákærður af knattspyrnusambandinu fyrir að hlaupa inn á völlinn til að fagna sigurmarki á gamlársdag. Frægasta atvik Di Canio í enska boltanum var þó þegar hann ýtti dómaranum Paul Alcock í leik Sheffield Wednesday gegn Arsenal árið 1998. Hann uppskar 11 leikja bann og sekt. Atvikið má sjá hér. Swindon situr í fjórða sæti D-deildarinnar að loknum 26 leikjum, þremur stigum á eftir Southend sem vermir toppsætið.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira