Enski boltinn

Lucas kominn aftur til Liverpool eftir 6 vikur í Brasilíu - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucas Leiva.
Lucas Leiva. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lucas Leiva, miðjumaðurinn öflugi í Liverpool sem sleit krossband í nóvember, er kominn aftur til Englands eftir sex vikna dvöl í Brasilíu þar sem hann gekkst undir aðgerð á hné.

Lucas Leiva verður ekkert meira með á þessu tímabili en vonast eftir því að vera kominn af stað í haust þegar 2012-13 tímabilið hefst. Hann var fyrir meiðslin búinn að vera einn besti leikmaður Liverpool á tímabilinu.

„Ég á enn langt í land en hnéð er að verða betra með hverjum deginum og endurhæfingin gengur vel. Ég verð að passa upp á það að endurhæfingin verði fullkomin svo að ég komist sem fyrst til baka," sagði Lucas Leiva við heimasíðu Liverpool.

„Næst á dagskrá er að fara að hreyfa hnéð og ég má byrja að ganga aftur á næstu dögum. Vonandi kemst ég í lyftingasalinn eftir mánuð," sagði Lucas.

Hann fór í aðgerðina í heimalandinu og eyddi í framhaldinu sex vikum í Sao Paulo. Nú tekur við endurhæfing á Melwood. Það má sjá nokkrar myndir af endurkomu Lucas hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×