Handbolti

Aðeins tvö lið komist áfram með sex stig í sögu EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Evrópumeistaramótið í handbolta er nú að fara fram tíunda skipti frá upphafi en aðeins tvívegis í sögu mótsins hafa sex stig dugað til að komast áfram í undanúrslit keppninnar.

Ísland á enn möguleika á sæti í undanúrslitum á EM í Serbíu en þarf að vinna báða leiki sína sem eftir eru og treysta auk þess á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum. Ísland getur mest fengið sex stig í riðlinum en á eftir að spila við bæði Spán og Frakkland, tvær af bestu handboltaþjóðum heims.

Þjóðverjar náðu síðast inn í undanúrslit með sex stig en það gerðist í Noregi árið 2008. Þar áður gerðist það á fyrsta mótinu, árið 1994, er Króatíumenn komust áfram á þann máta.

Strákarnir okkar halda því í nauma von um að komast áfram en til þess þarf nánast allt að ganga liðinu í haginn.

Þessi lið hafa komist áfram í undanúrslit á EM frá upphafi.

Sextán þjóðir, tólf komast áfram í tvo milliriðla:

2010

Milliriðill 1: Króatía 9 stig, Ísland 8

Milliriðill 2: Frakkland 9, Pólland 7

2008

Milliriðill 1: Danmörk 8, Króatía 7

Milliriðill 2: Frakkland 8, Þýskaland 6

2006

Milliriðill 1: Spánn 9, Frakkland 8

Milliriðill 2: Króatía 8, Danmörk 7

2004

Milliriðill 1: Króatía 9, Danmörk 8

Milliriðill 2: Þýskaland 7, Slóvenía 7

2002

Milliriðill 1: Danmörk 9, Svíþjóð 8

Milliriðill 2: Ísland 8, Þýskaland 7

Tólf þátttökuþjóðir, skipt í tvo riðla:

2000

Riðill A: Frakkland 9, Spánn 8

Riðill B: Svíþjóð 10, Rússland 8

1998

Riðill A: Svíþjóð 8, Þýskaland 8

Riðill B: Spánn 9, Rússland 7

1996

Riðill A: Rússland 9, Júgóslavía 9

Riðill B: Spánn 8, Svíþjóð 8

1994

Riðill A: Rússland 10, Króatía 6

Riðill B: Svíþjóð 10, Danmörk 7




Fleiri fréttir

Sjá meira


×