Fleiri fréttir

Rúnar: Hver einasti leikur mjög mikilvægur

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld en KR-ingar höfðu betur í Keflavík gegn heimamönnum og sigurganga Rúnars með liðið heldur áfram.

Ólafur Örn: Urðum að vera rólegir og yfirvegaðir

„Ég er svona hæfilega sáttur við leikinn, en ég hefði að sjálfsögðu kosið að fá þrjú stig, sagði Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindvíkinga, eftir jafnteflið við Val í kvöld í 15. umferð Pepsi-deildar karla.

Halldór: Við erum ekkert hættir að fagna

„Ég er gríðarlega sáttur, þetta var virkilega erfiður vinnusigur þar sem við hlupum úr okkur lungun. Við vissum að ef við myndum ná sigri í dag myndum við skilja við fallbaráttuna og því er þetta virkilega sætur sigur.

Guðmundur: Spiluðum barnalegan varnarleik

„Við erum hundfúlir því við töpuðum, við ætluðum okkur sigur en því miður líðum við fyrir að spila barnalegan varnarleik of oft í þessum leik.

Matthías: Það eiga eftir að verða einhverjar fléttur

„Djöfull er þetta svekkjandi," sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirlið FH, strax eftir leikinn gegn Breiðabliki í kvöld. Hann fékk kjörin tækifæri til að verða hetja heimamanna í blálokin en fór illa með góð færi.

Heimir: Átti von á erfiðum leik

Heimi Hallgrímssyni, þjálfara ÍBV, var létt eftir sigur sinna manna á Haukum á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag.

Páll Tómas kosinn bestur á EM í andspyrnu

Akureyringurinn Páll Tómas Finnsson var útnefndur besti leikmaður Evrópumeistaramóts í andspyrnu sem að er ástralskur fótbolti. Páll var einnig valinn í úrvalslið keppninnar sem og félagi hans Leifur Bjarnason.

Öruggur sigur Barcelona í æfingaleik - myndband

Barcelona tefldi fram ansi ungu byrjunarliði þegar liðið lék æfingaleik í dag við Beijing Guoan. Þrátt fyrir það var spænska stórliðið með mikla yfirburði og vann á endanum 3-0.

Umfjöllun: Dramatík í Laugardalnum

Fylkir knúði fram 1-2 sigur á lánlausum Frömurum nú í kvöld. Sigurmarkið kom á lokaandartökum leiksins. Fylkir skoraði í upphafi og undir lok leiks en þess á milli réðu Framarar ferðinni.

Arnar og Sandra Dís tvöfaldir meistarar í tennis

Arnar Sigurðsson og Sandra Dís Kristjánsdóttir urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í tennis en þau koma bæði úr TFK. Arnar sigraði Raj K. Bonifacius í tveimur lotum 6:1 og 6:0 og Sandra hafði betur gegn Rebekku Pétursdóttur 7:6 og 6:2 en úrslitaleikurinn í kvennaflokki var mjög jafn og stóð yfir í 2 klukkutíma og korter.

Leikmaður sendur á bólakaf í miðjum leik - Myndband

Það þekkist í knattspyrnu að menn eru sendir snemma í sturtu eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið en óvenjulegt atvik átti sér stað í leik Al Shabab og Al Hilal er liðin áttust við í æfingarmóti sem fram fór í Sádi-Arabíu.

Wenger vill klára ferilinn hjá Arsenal

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tók við liðinu árið 1996 en hann á nú aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Wenger segist ekki vilja fara neitt annað og þykir líklegt að hann klári þjálfaraferil sinn í Lundúnum.

Birgir Leifur og Valdís Þóra Íslandsmeistarar í holukeppni

Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) fögnuðu sigri í dag er úrslitaleikirnir um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni fóru fram á Garðavelli á Akranesi. Þau eru bæði frá Akranesi og ljóst að þeim líður vel á uppeldisvellinum.

Hernandez skoraði með andlitinu - myndband

Mexíkóinn Javier “Chicharito” Hernandez skoraði eitt af mörkum Manchester United í 3-1 sigrinum á Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Óhætt er að segja að markið hafi verið skrautlegt.

United vann Samfélagsskjöldinn

Manchester United sigraði í hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn sem fram fór í dag en liðið lagði Chelsea, 3-1, með mörkum frá þeim Antonio Valencia, Javier Hernandez og Dimitar Berbatov en Salomon Kalou skoraði mark Chelsea.

Nýr þriggja ára samningur um enska boltann

Viðamikill samningur um kostun á sjónvarpsútsendingum Stöð 2 Sport 2 frá leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta var undirritaður fyrir leik Manchester United og Chelsea sem nú stendur yfir.

Capello afsakar gengi Englendinga á HM

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins hefur beðið ensku stuðningsmennina afsökunar á spilamennsku liðsins á HM í Suður-Afríku í sumar.

Obi Mikel: Man Utd er helsti keppinautur okkar

Nígeríumaðurinn John Obi Mikel hjá Chelsea telur að Manchester United verði helsti keppinautur liðsins um Englandsmeistaratitilinn á komandi tímabili. Þessi tvö lið mætast í dag í leiknum um Samfélagsskjöldinn.

Robinson leggur landsliðshanskana á hilluna

Paul Robinson, markvörður Blackburn, hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika fyrir landslið Englands. Þetta kemur aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann var valinn í hópinn til að leika gegn Ungverjalandi næsta miðvikudag.

Heil umferð í Pepsi-deild karla í dag

Öll fimmtánda umferðin í Pepsi-deild karla verður leikin í dag. Hún hefst með viðureign ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum klukkan 16 en aðrir leikir verða klukkan 19:15.

James Milner nálgast Man City

Búist er við því að Manchester City gangi frá kaupunum á James Milner frá Aston Villa á allra næstu dögum. Milner hefur verið orðaður við City í allt sumar.

Newcastle tapaði fyrir Rangers

Peter Lovenkrands skoraði fyrir Newcastle gegn fyrrum félagi sínu, Glasgow Rangers. Það mark dugði þó skammt því Rangers vann þennan æfingaleik 2-1.

Deco kominn til Fluminese

Portúgalski miðjumaðurinn Deco verður kynntur sem nýr leikmaður brasilíska liðsins Fluminense eftir helgi. Deco er 32 ára og kemur til liðsins frá Chelsea.

Þrír nýliðar í landsliðshópi Englands

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, kynnti í dag 23 manna hóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Ungverjalandi á miðvikudag á Wembley. Alls þrettán breytingar eru á hópnum frá heimsmeistaramótinu.

Aftur stórsigur hjá kvennaliði Breiðabliks

Breiðablik burstaði rúmenska liðið Targu Mures í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld 7-0. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö af mörkunum.

Heiðar og Gylfi skoruðu í dag

Í dag hófst keppni í ensku 1. deildinni. Landsliðsmennirnir Heiðar Helguson og Gylfi Þór Sigurðsson komust báðir á blað.

Arsenal fékk fimm mörk á sig í Varsjá

Arsene Wenger hlýtur að setja enn meiri kraft í leit sína að nýjum markverði eftir æfingaleik Arsenal í Varsjá í dag. Liðið vann Legia 6-5 en markvörðurinn Lukasz Fabianski var hlægilega slakur í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir