Íslenski boltinn

Halldór Hermann: Verðum með skítabragð í munninum næstu daga

Arli Erlingsson skrifar
Halldór Hermann Jónsson miðjumaður Framara var ekki sáttur í leikslok enda vildi hann meina að yfirburðir Framara hefðu verið töluverðir.

„Mér fannst við vera mun betri aðilinn í kvöld og vorum með öll undirtök en við fáum bara á okkur algjör klaufamörk og það er það sem skilur að. Þeir geta kannski talað um það að við höfum stolið stigi í fyrri leiknum en það má segja að þeir hafi stolið sigrinum af okkur í kvöld. Svona er samt bara boltinn, ef maður nýtir ekki færin þá vinnur maður ekki leikina. Það kannski eina sem var með okkur í þessum leik var það að loksins fengum við víti. Við höfum beðið í allt sumar eftir þessu víti. Við ætlum þrátt fyrir tap í kvöld ekkert að örvænta. Líklega verðum við með skítabragð í munninum næstu daga en svo er það bara næsti leikur því það þýðir ekkert að vera svekkja sig lengi á þessu og bara best að læra af þessum leik."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×