Enski boltinn

Joe Cole: Móttökurnar hafa verið ótrúlegar

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Joe Cole líður vel hjá Liverpool.
Joe Cole líður vel hjá Liverpool.
Joe Cole, leikmaður Liverpool, segir eftir aðeins fjórar vikur í herbúðum liðsins líði honum eins og heima hjá sér. Cole sem er 28 ára gamall gekk til liðs við Liverpool frá Chelsea um miðjan júlí á frjálsri sölu þar sem hann gerði fjögurra ára samning við félagið. Hann lék sinn fyrsta leik gegn FK Rabotnicki á Anfield síðastliðinn fimmtudag þar sem Liverpool hafði betur 2-0 og lagði Cole upp fyrsta mark leiksins. Cole segir að það hafi verið kominn tími á að prufa eitthvað nýtt. ,,Ég hef verið mjög heppinn að geta spilað í London allan minn feril því þar eru mínir vinir og fjölskylda. Þannig séð hefur það alltaf verið mjög þægilegt og auðveldara þar sem ég hefði getað endað feril minn þar, en ég varð að prufa eitthvað nýtt," sagði Cole. ,,Móttökurnar sem ég fengið hafa verið ótrúlegar. Allt fólkið hefur verið svo vinalegt við mig og fjölskyldu mína og mér líður eins og heima hjá mér núna þó svo ég hafi bara verið hérna í fimm mínútur," sagði Joe Cole.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×