Enski boltinn

United vann Samfélagsskjöldinn

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Manchester United sigraði í hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn sem fram fór í dag en liðið lagði Chelsea, 3-1, með mörkum frá þeim Antonio Valencia, Javier Hernandez og Dimitar Berbatov en Salomon Kalou skoraði mark Chelsea.

Antonio Valencia var allt í öllu en á 41.mínútu leiksins skoraði hann fyrsta markið af stuttu færi eftir góða sendingu af vængnum frá Wayne Rooney.

Valencia lagði svo upp annað mark liðsins á 76.mínútu er hann sendi boltann fyrir á Javier Hernandez sem skoraði vægast sagt skondið mark en hann sparkaði boltanum í andlitið á sér og þaðan fór boltinn í netið.

Salomon Kalou minnkaði muninn fyrir Chelsea undir lokin með marki úr stuttu færi en hann fylgdi á eftir föstu skoti frá Daniel Sturridge sem Van der Sar varði.

Dimitar Berbatov gulltrygði svo sigurinn í uppbótartíma en þá komst hann einn inn fyrir vörn Chelsea og vippaði boltanum skemmtilega yfir Hilario í markinu.

Lokatölur sem fyrr segir 3-1 og United meistari meistaranna þetta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×