Íslenski boltinn

Sigurbjörn: Við náðum að halda hreinu sem er jákvætt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Valli
„Það sem ég er ánægður með er að við náðum að halda hreinu og það höfum við ekki gert í heilt eitt ár, en ég hefði að sjálfsögðu viljað sigur hér í kvöld," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson,leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. Valur og Grindavík skildu jöfn, 0-0, í virkilega bragðdaufum leik á Hlíðarenda.

„Við erum vanir að skora í flestum leikjum en náðum því ekki í dag. Það var alltaf markmiðið hjá okkur að vinna þennan leik en því miður tókst það ekki," sagði Sigurbjörn.

„Þessi leikur var týpískur stál í stál viðureign og kannski ekki mikið fyrir augað en mér fannst við vera spila oft vel á köflum í fyrri hálfleik," sagði Sigurbjörn.

„Þó svo að það hafi verið alveg hreint æðislegt veður þá voru aðstæður ekki góðar fyrir okkur. Það getur verið gríðarlega erfitt að spila á móti sólinni þegar hún er svona lágt á lofti og það bitnaði heldur betur á spilinu okkar í síðari hálfleiknu," sagði Sigurbjörn að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×